Í áfanganum er farið í leiðangur í óbyggðum þar sem áherslan er á eigið afl. Leitast er við að nemendur öðlist færni í að skipuleggja og fara í leiðangra. Þekking á helstu þáttum er koma að undirbúningi og framkvæmd leiðangra, þ.m.t. forystu og stjórnun, mat á líkamlegum og andlegum styrkleikum og veikleikum. Gert er ráð fyrir að nemendur læri rétta notkun á sérhæfðum búnaði fyrir leiðangra og að þau geti greint helstu áhættuþætti og stýrt þeim.
LEGA3GR02, FYHJ3ÓB05, AIMF3GR04
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mikilvægi forystu og stjórnunar í leiðöngrum
grunnþáttum varðandi skipulagningu og framkvæmd leiðangra
nauðsynlegum búnaði í leiðöngrum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
velja og nota viðeigandi búnað fyrir mismunandi leiðangra í óbyggðum
huga vel að sjálfum sér og öðrum í leiðöngrum
greina, meta og stýra helstu hættum sem geta skapast í leiðöngrum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skipuleggja og framkvæma leiðangra
geta metið aðstæður á raunhæfan hátt miðað við eigið líkamsástand, staðhætti og aðstæður
geta sinnt matarundirbúningi við frumstæðar aðstæður
velja og nota viðeigandi búnað á hverjum stað eða aðstæðum
leggja mat á hættur og stýra mögulegum áhættuþáttum
hagnýta sér það sem sjá má af veðurútliti
ferðast án ummerkja (e. leave no trace)
Símat með áherslu á leiðsagnarmat sem byggir á vinnu nemenda. Ferilbók í tengslum við verk- og vinnustaðanám þar sem við á.