Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1643284230.42

    Hinn forni bókmenntaarfur og bókmenntasaga
    ÍSLE3BF05
    109
    íslenska
    bókmenntir fyrri alda
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur öðlist þekkingu á íslenskum bókmenntum frá landnámsöld til okkar tíma. Fjallað verður um upphaf ritunar á Íslandi og bókmenntasaga tímabilsins krufin. Vakin verður athygli á því hvernig málfar íslenskra bókmennta og bókmenntirnar sjálfar spegla þjóðfélagsaðstæður og menningarlíf, tíðaranda, strauma og stefnur frá landnámsöld til 20. aldar. Lesin verða fjölbreytt verk, t.d. eddukvæði, dróttkvæði, ein Íslendingasaga, sálmar og rímur, allt til ljóða og smásagna nútímans.
    Nemandi þarf að hafa náð fullri hæfni á 2. þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • orðaforða sem nægir til að lesa helstu verk íslenskra bókmennta
    • helstu bókmenntahugtökum og mismunandi tegundum íslenskra bókmennta að fornu og nýju
    • helstu tímabilum í íslenskri bókmenntasögu, frá landnámi til okkar tíma
    • samspili bókmennta og þjóðfélagsbreytinga
    • ritgerðasmíð og heimildavinnu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa ýmsar gerðir ritaðs máls að fornu og nýju sér til gagns og gamans
    • beita bókmenntahugtökum til greiningar á bókmenntatextum
    • skilja og nota viðeigandi stílbrögð, orðatiltæki og menningarlegar vísanir í tal- og ritmáli
    • flytja af öryggi vel uppbyggða kynningu á krefjandi efni
    • nýta sköpunargáfu og sýna sjálfstæði við úrvinnslu verkefna
    • setja verkefni upp á ólíkan máta, m.a. miðla þeim með stafrænum hætti
    • rita bókmenntaritgerð þar sem hann beitir gagnrýninni hugsun við úrvinnslu efnis og heimilda og setja mál sitt fram á skýran og greinargóðan hátt á blæbrigðaríku máli
    • draga saman og nýta á viðurkenndan hátt upplýsingar úr hvers kyns heimildum og meta áreiðanleika þeirra
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina og túlka bókmenntaverk og skrifa bókmenntaritgerð um afmarkað efni
    • skrifa skýran og greinargóðan texta og beita málinu á viðeigandi hátt hverju sinni
    • beita gagnrýninni hugsun við lestur, túlkun og úrvinnslu krefjandi texta
    • átta sig á samfélagslegri skírskotun og ná duldum boðskap og hugmyndum
    • tjá rökstudda afstöðu og taka virkan þátt í málefnalegri umræðu
    • sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
    • miðla þekkingu sinni og hugmyndum með stafrænum hætti
    • sýna víðsýni og sköpunarhæfni í málflutningi sínum, umfjöllun og verkum
    Námsmat byggir á leiðsagnarmati þar sem vinna nemandans er metin jafnóðum allan námstímann. Til grundvallar eru fjölbreytt verkefni um strauma og stefnur í bókmenntum tímabilsins, bæði munnleg og skrifleg.