Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1643370209.45

    Bókmenntir, málnotkun og ritun
    ÍSLE2RB05
    73
    íslenska
    bókmenntir, ritun
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í þessum grunnáfanga eru grundvallarhugtök ritunar, bókmennta og málnotkunar tekin til skoðunar. Unnið er með tungumálið á fjölbreyttan hátt og áhersla lögð á skapandi og hagnýt skrif, málfar og aukinn orðaforða. Nemendur kynna sér margs konar málsnið og fjölbreytta nytjatexta, svo sem bókmenntir, dagblaða- og tímaritatexta, auk texta á netinu. Lesnar verða smásögur og horft á kvikmynd. Nemendur þjálfast í heimildaöflun og viðurkenndum vinnubrögðum við meðferð heimilda ásamt því að læra ýmislegt um frágang ritaðs máls á hinum ýmsu formum.
    Grunnskólapróf
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu hugtökum í ritgerðasmíð
    • hugtökum í bókmenntafræði og bragfræði í umfjöllun um bókmenntir
    • fjölbreyttum tegundum texta
    • sérkennum ritmáls og talmáls
    • grundvallarvinnubrögðum við skrif heimildaritgerða
    • orðaforða sem nægir til að skilja og nota íslenskt nútímamál í ræðu og riti
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa sér til gagns og gamans mismunandi tegundir texta og fjalla um inntak þeirra
    • kynna sér tiltekið efni og taka afstöðu til þess
    • skrifa ritgerð þar sem hann beitir gagnrýninni hugsun og kemur skoðun sinni á framfæri á skýran og greinargóðan hátt
    • afla upplýsinga eftir fjölbreyttum leiðum
    • beita stafsetningarreglum í rituðu máli
    • nota bókmenntahugtök þar sem við á
    • nota viðeigandi hjálpargögn við frágang verkefna
    • að skilja og nota algeng stílbrögð í tal- og ritmáli
    • setja verkefni upp á ólíkan máta, m.a. miðla þeim með stafrænum hætti
    • tjá kunnáttu sína á munnlegan og skriflegan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • taka gagnrýna afstöðu til mismunandi textategunda og færa rök fyrir máli sínu
    • vinna að skapandi verkefnum í tengslum við námsefnið á ólíkum formum
    • beita skýru og blæbrigðaríku máli í ræðu og riti
    • vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra á gagnrýninn hátt
    • túlka texta þótt merkingin sé ekki alltaf augljós
    • tjá afstöðu sína og efasemdir um viðfangsefnið og komast að niðurstöðu
    • miðla þekkingu sinni og hugmyndum með stafrænum hætti
    Leiðsagnarmat þar sem vinna nemenda er metin jafnóðum allan námstímann. Til grundvallar matsins eru fjölbreytt verkefni úr ólíkum efnisþáttum.