Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1643376775.31

  Grunnáfangi í stærðfræði
  STÆR2AA05
  128
  stærðfræði
  algengar reikniaðgerðir
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Mengi, algebra, línur, föll, annars stigs jöfnur ofl.
  Nemendur hafi góð tök á almennu grunnskólanámsefni í stærðfræði.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • mengjahugtökum og mengjaaðgerðum.
  • algebru, svo sem liðun, þáttun og styttingu brota, veldum og rótum.
  • hvernig hægt er að leysa orðadæmi með jöfnum og jöfnuhneppum.
  • eiginleikum beinnar línu í hnitakerfi, svo sem hallatölu og skurðpunktum við ása hnitakerfisins og skurðpunkts tveggja lína.
  • línulegum líkönum og myndrænum lausnum jöfnuhneppa.
  • hringjum og skurðpunktum snertla við hringi.
  • notkun stafrænna miðla við lausn og framsetningu verkefna.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nota mengjatákn.
  • liða, þátta og stytta algebrubrot, reikna veldi og rætur.
  • setja fram línuleg líkön og vinna með þau.
  • nota reiknivélar og forrit af öryggi og að beita þeim við útreikninga og til að leysa jöfnuhneppi .
  • vinna með fleygboga og skilji hvernig þeir líta út.
  • nýta stafræna miðla við úrlausn verkefna.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk í mæltu máli eða myndrænt.
  • setja sig inn í og túlka röksemdir annarra.
  • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu.
  • beita skipulegum aðferðum við leit að lausnum á þrautum úr kunnuglegu samhengi og útskýra aðferðir sínar og lausnir.
  • klæða hversdagsleg verkefni í stærðfræðilegan búning, leysa þau og túlka.
  • skilja röksemdir í mæltu máli og í texta og beita einföldum röksemdum.
  • átta sig á gildi stærðfræðinnar í öðrum námsgreinum svo sem náttúrufræði.
  • miðla hugmyndum og lausnum með stafrænum hætti.
  Leiðsagnarmat þar sem vinna nemenda er metin jafnóðum allan námstímann. Til grundvallar matsins eru fjölbreytt verkefni og/eða próf úr ólíkum efnisþáttum.