Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1643378101.46

    Landaqfræði Íslands. Sérkenni, náttúruvernd, menning og náttúruperlur hvers landsfjórðungs.
    LAND1NO05
    17
    landafræði
    Landafræði íslands
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Lögð áhersla á að efla vitund nemenda um Ísland. Nemendur kynnist landsfjórðungunum, helstu íbúakjörnum, náttúruperlum, menningu og sérkennum hvers þeirra. Nemendur kynnist grunnþáttum í jarðfræði landsins og þeim náttúruöflum er móta landið. Nemendur kynnist kortalestri og helstu höfuðáttum. Samhliða verður fjallað um náttúruvernd og mikilvægi verndunar óspilltrar eða lítt snortinnar náttúru sem og útivist og ferðamennsku. Lögð verður áhersla á að nota upplýsingatækni og margmiðlunarefni til heimildaöflunar og verkefnavinnu.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • landsfjórðungum landsins
    • helstu íbúakjörnum, náttúruperlum, menningu og sérkennum hvers landsfjórðungs
    • megin þáttum í jarðfræði landsins
    • mikilvægi náttúruverndar
    • landakortum og notkun þeirra
    • notkun leitarvefja í upplýsingaleit
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • aflað sér heimilda um viðfangsefnið
    • nefna helstu íbúakjarna og náttúruleg sérkenni hvers landsfjórðungs
    • segja frá jarðfræðilegum sérkennum hvers landsfjórðungs
    • nota landakort
    • nota leitarvefi í upplýsingaleit
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna sjálfsstæði í vinnubrögðum
    • taka þátt í umræðum um íslenska náttúru og helstu einkenni hennar
    • tengja þekkingu sína í landafræði við leik og störf
    • tengja þekkingu sína við náttúru landsins og nánasta umhverfi
    • umgangast náttúruna af virðingun og meta gildi náttúruverndar
    • átta sig á tengslum manns og náttúru
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.