Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1643618928.04

    Stærðfræði - hornaföll og vigrar
    STÆR3CC05
    125
    stærðfræði
    Vigrar og hornaföll
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Vigrar, hornaföll, hornafallareglur fyrir þríhyrninga, hornafallajöfnur, keilusnið, almenn jafna beinnar línu, fjarlægð punkts frá línu, umritun hornafalla , gröf hornafalla og radíanar.
    Að nemandi hafi lokið tveimur stærðfræðiáföngum á 2.þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • lotubundnum föllum og hornaföllum
    • undirstöðureglum talningarfræðinnar
    • jöfnum hrings og sporbaugs
    • hornafræði þríhyrninga, stefnuhorni línu, sínusreglu, kósínusreglu og flatarmálsreglu
    • almennri skilgreiningu hornafalla, bogamáli og umritunarreglum hornafalla
    • vigurreikningi í sléttum fleti, summu, mismun og innfeldi tveggja vigra og lengd vigurs, horni milli vigra og hjá samsíða og hornréttum vigrum
    • notkun stafrænna miðla við lausn og framsetningu verkefna.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • leysa hornafallajöfnur og ójöfnur
    • þekkja jöfnur keilusniða
    • reikna með vigrum
    • meðhöndla hornaföll og hornafallareglur
    • leysa talningarfræðileg vandamál
    • meðhöndla lotubundin föll og gröf þeirra, finna t. d. lotu og útslag
    • nýta stafræna miðla við úrlausn verkefna.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær
    • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
    • beita skipulegum aðferðum við að leysa úr viðfangsefnum og þrautum
    • útskýra hugmyndir sínar og verk á skilmerkilegan hátt
    • miðla hugmyndum og lausnum með stafrænum hætti.
    Leiðsagnarmat þar sem vinna nemenda er metin jafnóðum allan námstímann. Til grundvallar matsins eru fjölbreytt verkefni og/eða próf úr ólíkum efnisþáttum.