Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1643619942.42

  Eðlisfræði - bylgjur og raffræði.
  EÐLI3BR05
  41
  eðlisfræði
  bylgur, raffræði
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Nemendur kynnast grundvallarhugtökum í Rafmagns- og Ljósbylgjufræði og geti beitt þeim við úrlausn verkefna sem lögð eru fyrir. Nemendur eiga að geta beitt þeim einingum SI einingakerfisins er tengjast námsefninu. Efnisþættir: Rafmagnsfræði, bylgjufræði, ljósbylgjufræði, sveifluhreyfing, vægi og segulfræði.
  Að nemandi hafi lokið einum áfanga í eðlisfræði á 2. þrepi.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • grundvallarhugtökum í rafmagns- bylgju- og ljósgeislafræði
  • hinum ýmsu lögmálum eðlisfræðinnar ss. Lögmál Coulombs, Ohms og Faradays
  • hugtökunum rafkraftur, rafsvið og hleðsla og geti fundið rafkraft milli tveggja hlaðinna hluta
  • reglum Kirchoffs um tengipunkt í rafrás
  • jafnstraumsrásum og kunni að beita Ohms-lögmáli til að finna heildarviðnám í rað- og hliðtengdum rásum
  • sveiflum og bylgjum og geti reiknað fyrir hana sveiflutíma, tíðni og hornhraða
  • notkun stafrænna miðla við lausn og framsetningu verkefna.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • vinna með grundvallarhugtök eðlisfræðinnar sem tengjast viðkomandi efni
  • vinna með hugtökin rafkraftur, rafsvið og hleðsla
  • að reikna út strauma, spennu og viðnám í mismunandi rafrásum
  • leysa ýmis verkefni sem tengjast bylgjum
  • leysa dæmi sem þar sem sveiflutími, og hornhraði koma fyrir.
  • nýta stafræna miðla við úrlausn verkefna.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • beita grundvallarhugtökum eðlisfræðinnar sem tengjast viðkomandi efni.
  • nota og skilja lögmál eðlisfræðinnar við lausn ýmissa verkefna.
  • beita lögmálum sem tengjast rafkrafti, rafsviði og hleðslu og geta nýtt sér þá kunnáttu við lausn verkefna.
  • nota viðeigandi reglur til að reikna út strauma, spennu og viðnám í mismunandi rafrásum.
  • leysa ýmis verkefni sem tengjast bylgjum
  • miðla hugmyndum og lausnum með stafrænum hætti.
  Leiðsagnarmat þar sem vinna nemenda er metin jafnóðum allan námstímann. Til grundvallar matsins eru fjölbreytt verkefni og/eða próf úr ólíkum efnisþáttum.