Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1643629985.34

  Tómstundafræði og félagsfærni
  TÓMS1ST05
  4
  tómstundir
  endurnýting og dægradvöl, Ýmiskonar skapandi handverk
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Þessi áfangi gengur út á félagsfærni og tómstundir. Lögð er rík áhersla á að efla félagsfærni nemenda í gengum tómstundir og vinnu. Verkefni annarinnar verður „demanta myndir“ sem nemendur vinna að. Síðan verður farnar nokkrar vísindaferðir s.s. í bakarí og kaffihús.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Ýmis konar afþreyingu
  • Góðri félagsfæri
  • Vinna í hóp
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Finna sér afþreyingu við hæfi
  • Þekkja mismunandi handavinnu sér til dægrastyttingar og ánægju
  • Koma jafnt fram við alla
  • Veita hjálparhönd, sýna samhygð og taka tillit
  • Læra að deila og rökræða
  • Geta fundið og stungið upp á samveru t.d. kaffihúsaferðum, göngutúrum og þ.h.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • vera ábyrgur í umgengi við samnemendur sína og kennara
  • vera fær um að taka sjálfstæðar ákvarðanir
  • vinna í hóp
  • sýna góða samskiptahæfni
  • vita hvar hægt er að nálgast umrædd viðfangsefni
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá