endurnýting og dægradvöl, Ýmiskonar skapandi handverk
Samþykkt af skóla
1
5
Þessi áfangi gengur út á félagsfærni og tómstundir. Lögð er rík áhersla á að efla félagsfærni nemenda í gengum tómstundir og vinnu. Verkefni annarinnar verður „demanta myndir“ sem nemendur vinna að. Síðan verður farnar nokkrar vísindaferðir s.s. í bakarí og kaffihús.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Ýmis konar afþreyingu
Góðri félagsfæri
Vinna í hóp
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Finna sér afþreyingu við hæfi
Þekkja mismunandi handavinnu sér til dægrastyttingar og ánægju
Koma jafnt fram við alla
Veita hjálparhönd, sýna samhygð og taka tillit
Læra að deila og rökræða
Geta fundið og stungið upp á samveru t.d. kaffihúsaferðum, göngutúrum og þ.h.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vera ábyrgur í umgengi við samnemendur sína og kennara
vera fær um að taka sjálfstæðar ákvarðanir
vinna í hóp
sýna góða samskiptahæfni
vita hvar hægt er að nálgast umrædd viðfangsefni
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá