Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1643634868.3

  Handavinna, prjón, hekl o.fl.
  HAND1HV05
  9
  handmennt
  Handverk
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Nemendur vinna hefðbundna handavinnu í tímum, með áherslu á prjón, hekl, útsaum og annað sem ekki þarf tæki eða tækni við. Handavinnubúð verður heimsótt a.m.k. einu sinni á önninni til að nemendur geti kynnt sér hvað þar fæst. Einnig verður kíkt á vefsíður sem tileinkaðar eru handavinnu og gætu nýst nemendum í áfanganum og síðar. Áhersla verður lögð á góð samskipti þar sem nemendur segja ekki bara frá heldur hlusta líka á frásögur samnemenda.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • grunnatriðum í prjóni og hekli.
  • hvar hann getur nálgast uppskriftir og áhöld sem nauðsynleg eru fyrir handavinnuna
  • góðum samskiptavenjum innan hópsins, þar sem hlustað er á
  • aðra samnemendur og allir taka þátt í samræðum frekar en að segja eingöngu kennaranum frá
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nota prjóna og heklunál
  • nota áhöldin til að gera grunnatriði í prjóni og hekli, t.d. að fitja upp, fella af, einfaldar aðferðir í prjóni og hekli (slétt og brugðið, einfalt hekl).
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • vinna sjálfstætt einföld handavinnuverkefni eftir að námi lýkur
  • geta leyst af hendi létt prjóna- og heklverkefni
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá