Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1643636424.15

    Ökunám og bóklegur hluti ökuprófs
    ÖKUP1BP05
    1
    Ökupróf
    Bílpróf
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á́ að búa nemendur undir ökunám og bóklega hluta ökuprófs. Farið er yfir námsefni sem lagt er til grundvallar almennu ökuprófi með áherslu á lög, reglur og viðhorf til umferðar með áherslu á jákvæð viðhorf til tillitssemi og ábyrgðar í umferðinni. Nemendur fá́ að spreyta sig á́ verkefnum tengt efninu, bæði á netinu og á́ verkefnablöðum. Þá verða farnar vettvangsferðir út í umferðina þar sem fræðilegi hlutinn er tengdur við raunverulegar aðstæður í umferðinni. Unnið er markvisst að undirbúningi nemenda fyrir almennt ökupróf.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • undirbúningi sem þarf til að fá ökuréttindi
    • mikilvægi þess að kunna umferðarreglur
    • skilji þá ábyrgð sem felst í því að keyra bíl
    • réttindum sínum og skyldum varðandi ökunám
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota netið til að auðvelda sér ökunámið
    • vinna sjálfstætt
    • vita um réttindi sín og skyldur varðandi ökunám
    • spyrja ef hann skilur ekki spurningar
    • þekkja helstu umferðareglur og umferðarmerki
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta nýtt sér viðeigandi stuðningstæki s.s. tölvur og gagnvirkt efni
    • undirbúa bóklegt ökunám
    • leysa verkefni sjálfstætt
    • taka skriflegt ökupróf / krossapróf
    • þekkja helstu umferðarreglur og umferðarmerki
    • átta sig á ábyrgðinni sem felst í því að stjórna ökutæki
    • meta þá aðstoð sem hann mögulega þarf og hefur rétt á
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá