Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1643637130.74

  Smíði
  SMÍÐ1HV05
  5
  Smíðar
  Smíði og hönnun
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Í áfanganum er lögð áhersla á að tileinka sér nýja hluti og að vinna með fjölbreyttan efnivið. Efniviðurinn getur verið gamall eða lúinn og þarf að endurgera í fyrra form eða breyta honum að vild. Nemendur fá tækifæri til að velja og koma með eigin tillögur að verkefni til að vinna að í samráði við kennara. Nemendur kynnast notkun tækja, áhalda, efna, undirbúnings og frágangs
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Meðhöndlun ýmiskonar efnivið
  • Meðhöndlun tækja og verkfæra
  • Notkun á viðeigandi hlífðarbúnaði
  • læri að vinna í hóp og deila
  • verði fær í að undirbúa vinnuna og ganga frá
  • læri vandvirkni
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • sinna einföldum smíðaverkefnum heima
  • gera upp gamla hluti
  • meðhöndla efni og tæki af varúð
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • vera ábyrgur í umgengi við tæki og tól
  • hafa yfirsýn yfir tilfallandi verkefni og ganga frá eftir sig vinna í hóp
  • sýna góða samskiptahæfni.
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá