Í áfanganum er fjallað um vímuefni, söguna, eiginleika þeirra og áhrif á einstaklinginn og samfélagið. Einnig er fjallað um áhættuhegðun, forvarnir, meðferðarúrræði og skaðaminnkun. Í áfanganum verður meðal annars umræður og gæði og áhrif meðferða, um kosti og galla skaðaminnkunar, um hvers konar forvarnir virka og af hverju, og hvað áhættugegðun sé og af hverjur sumir sýna hana frekar en aðrir. Áfanginn er verkefnamiðaður og byggir á því að nemendur taki þátt í umræðum í tíma og vinni bæði hópaverkefni og einstaklingsverkefni
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Þekki helstu tegundir vímuefna, áhrif þeirra og sögu
Viti hvað áhætthegðun er, hvað valdi henni og hverjar mögulega afleiðingar slíkar hegðunar sé
Þekki helstu meðferðarúrræði sem eru í boði vegna fíknar
Þekki til helstu kosta og galla skaðaminnkunar
Viti út á hvað forvarnarstarf gengur, hvað virkar og hvers vegna.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Geta starfað með öðrum nemendum í hópavinnu
Vinna sjálfstætt
Vinna út frá akademískum viðmiðum sálfræði og félagsvísinda
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Geta verið með kynningu á viðfangsefnum áfangans fyrir nemendur og kennara
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá