Áfanginn er í senn hagnýt og fræðileg nálgun á jákvæðri sálfræði (JS)
Jákvæð sálfræði einbeitir sér að því sem gerir líf fólks betra, því sem gengur vel og endar vel. Í greininni er meiri áhugi á því sem fólk gerir vel og hefur jákvæð áhrif heldur en sjúkdómsgreiningum og vandamálum. Hinum myrku hliðum mannlífs er ekki sleppt en það er horft á þær á annan hátt, t.d. eru rannsóknir á áfallaþroska og hvað ýtir undir hann, skoðarar frekar en hvað ýtir undir áfallastreituröskun. Fjallað verður um tilfinningar og hvernig er heppilegt að mæta þeim og skoða þær, bæði jákvæðar og neikvæðar. Nemendur halda dagbók og reyna markvisst að efla og bæta líf sitt með þeim bestu aðferðum sem við þekkjum. Um það bil 2/3 áfangans beinast að nemandanum persónulega og hvernig hann getur eflt sig og lifað góðu, farsælu lífi. Hann skoðar gildi sín, styrkleika og reynir finna slóðina sína í lífinu og feta hana.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
uppruna og markmið jákvæðrar sálfræði og helstu hugsuði greinarinnar.
til rannsókna á hamingju, farsælu lífi, áföllum og fleira
styrkleikakenningar, einkum VIA.
aðferðir hugrænnar atferlisstefnu (HAM) til að breyta hegðun og bæta líðan
átti sig betur á eigin persónulegu styrkleikum og hvernig megi hagnýta þá
viti betur hvað það er sem gerir líf hans/hennar ánægjulegra og betra
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beri kennsl á hvernig styrkleikar birtast
þjálfist í kerfisbundinni slökun
geti gert ekki neitt í smástund dag hvern og geti líka gert eitt í einu 😉
þjálfist í að nýta sér aðferðir HAM (geðrækt) m.a. til að greina og stjórna tilfinningum sínum
kynni sér vel eitthvert svið innan JS og þjálfist í gerð fræðilegs verkefnis
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
beri kennsl á þegar aðrir eru að nota styrkleika og geta nefnt þá,
þeir átta sig á þegar þeir gera það sjálfir og geta gert það meðvitað
ástundi núvitund og styrkleikanálgun að staðaldri sér til lífsbóta
hagnýti sér persónulega, þekkingu jákvæðrar sálfræði til að lifa betra lífi
geti tjáð sig fræðilega um (eitthvert) efni tengt JS, skriflega eða munnlega
hafi myndað sér sjálfstæða skoðun á efni áfangans og geti tjáð þær
hafi tileinkað sér aukið umburðarlyndi gagnvart öðru fólki og gróskuhugarfar
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.