Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1643707047.81

    Enska - bókmenntir, læsi
    ENSK3BL05
    90
    enska
    bókmenntir, lesskilningur, ritun
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Megin áhersla áfangans er á bókmenntir, læsi, hlustun, túlkun texta og skapandi verkefnavinnu. Nemendur lesa tvær bækur sem tengjast mannréttindum og lýðræði. Áhersla verður lögð á að nemendur afli sér upplýsinga um höfunda og þær aðstæður og eða tímabil sem til umfjöllunar eru hverju sinni og fái innsýn í þau áhrif sem umfjöllunarefnið hafði eða hefur á það samfélag sem sögurnar gerast í. Nemendur vinna fjölbreytt og skapandi verkefni sem reyna á lesskilning, ritunarfærni, tjáningu og notkun stafrænnar tækni.
    Að nemandi hafi lokið 10 einingum á 2. þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • fjölbreyttum bókmenntatextum
    • viðameiri og auknum orðaforða sem nýtist til frekara náms
    • helstu bókmenntahugtökum á ensku
    • samfélagi og menningu í alþjóðlegu samhengi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • taka þátt í umræðum um það sem efst er á baugi í erlendum fjölmiðlum og komi skoðunum sínum á framfæri á skýran og greinargóðan hátt
    • lesa, skilja og túlka enskar bókmenntir
    • afla sér þekkingar á einkennum samfélags á mismunandi tímum
    • tjá sig á skýran, gagnrýninn og skapandi hátt um það efni sem til umfjöllunar er hverju sinni
    • miðla þekkingu sinni og skoðunum á stafrænan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lesa enskar bókmenntir sér til ánægju
    • kynna sér þann bakgrunn sem sögurnar spretta upp úr
    • tjá álit sitt á mismunandi tegundum bókmennta á ensku
    • fylgjast með fréttum og taka þátt í almennri umfjöllun um dægurmál á ensku
    • takast á við frekara nám
    Leiðsagnarmat þar sem vinna nemenda er metin jafnóðum allan námstímann. Til grundvallar eru fjölbreytt einstaklings- og hópverkefni og próf. Lögð er áhersla á fjölbreytt og skapandi verkefnaskil með notkun stafrænnar tækni. Námsmat er nánar útfært í kennsluáætlun.