Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1643709621.8

    Danska
    DANS2AA05
    37
    danska
    Almennur byrjunar áfangi
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Markmið áfangans er að nemendur geti notað dönsku til samskipta við Dani og aðra Norðurlandabúa sem og að lesa sér til gagns texta um ýmis efni á dönsku. Nemendur æfa jöfnum höndum hlustun, tal, lestur og ritun. Læsi er þjálfað með því að lesa fjölbreytta texta, ýmist prentaða eða af veraldarvefnum. Þá þjálfast nemendur í að hlusta á talað mál af ýmsum miðlum. Nemendur æfa samtöl sín á milli og við kennara. Nemendur þjálfast í að tjá sig á dönsku, skriflega og munnlega. Nemendur hafa talsvert val um hvaða efni þeir vinna með, en einnig er lögð áhersla á að efla samvinnu nemenda og þeir fá þálfun í að meta eigin framfarir. Nemendum gefst kostur á að sýna hæfni sína með fjölbreyttum verkefnaskilum, oft með stafrænum hætti. Kennsla fer fram á dönsku að miklu leyti.
    B eða hærra á grunnskólaprófi, eða einn áfangi á 1. þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • dönsku máli, danskri menningu og tengslum Íslands og Danmerkur
    • helstu einkennum danskrar tungu í framburði og rituðu máli
    • skyldleika Norðurlandamálanna
    • helstu hjálpargögnum, orðabókum, þýðingarvélum, uppsláttarritum og kennsluforritum
    • notkun stafrænna miðla
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • hlusta á danskt mál og skilja meginmál t.d. í fréttum og í leiknu efni
    • lesa sér til gagns texta um margvísleg málefni
    • tjá hugsanir sínar á dönsku, skriflega, munnlega og með stafrænum hætti
    • kunna að velja viðfangsefni við hæfi og að meta eigin frammistöðu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja allt venjulegt talað mál í samtali og í fjölmiðlum og átti sig á inntaki þess
    • skilji inntak ritmáls um almenn og sérhæfð efni sem hann þekkir til eða hefur áhuga á, geti lesið og skilið bókmenntatexta
    • tjá sig um almenn málefni á skiljanlegri dönsku, bæði munnlega og skriflega
    • geti notað dönsku í samskiptum við Dani, og að einhverju leyti í samskiptum við aðra Norðurlandabúa
    • miðla þekkingu sinni og hugmyndum með stafrænum hætti
    • sýna sjálfstæði og bera ábyrgð á eigin námi
    Leiðsagnarmat þar sem vinna nemenda er metinn jafn óðum allan námstímann. Til grundvallar matsins eru fjölbreytt verkefni og/eða próf úr ólíkum efnisþáttum.