Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1643714581.07

    Lífsleikni og kynheilbrigði
    LÍFS1KF05
    119
    lífsleikni
    Kynfræðsla
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum verður fléttað saman fræðslu, hreyfingu, útiveru, kynheilbrigði og kynfræðslu. Lögð er áhersla á líkamsrækt í tækjasal. Unnið verður með styrk, úthald og heilsueflingu. Markmiðið er að nemendur geti sjálfir stundað íþróttir sér til ánægju og heilsubótar. Fjallað verður um samskipti kynjanna, kynlíf, æxlunarkerfi mannsins, kynhneigð og kynheilbrigði. Áhersla er á kynfræðslu í þeim tilgangi að nemendur viti hvað felst í kynheilbrigði og að þeir öðlist jákvæðan skilning á kynlífi og öðlist hæfni til að viðhalda eigin kynheilbrigði. Lögð verður áhersla á mikilvægi gagnkvæmrar virðingar í samskiptum fólks. Jafnframt verður fjallað um kynferðislega, andlega og fjárhagslega misnotkun. Áhersla verður lögð á að efla sjálfvirðingu nemenda og mikilvægi ábyrgrar ákvarðanatöku.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • gildi hreyfingar
    • uppbyggingu líkamsræktartíma
    • líkamsþroska einstaklings
    • mikilvægi kynheilbrigðis
    • mikilvægi þess að tjá eigin skoðanir
    • eigin mörkum og virða mörk annarra
    • ábyrgri kynhegðun
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • gera fjölbreyttar æfingar
    • taka tillit til annarra
    • þekkja eigin líkama
    • skoða eigið viðhorf til kynlífs
    • átta sig á að viðeigandi samskipti einkennast af virðingu
    • þekkja sjúkdómseinkenni sem tengjast einkasvæðum einstaklingsins
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • velja leiðir til heilsueflingar
    • bera ábyrgð á skipulagi og framkvæmd eigin líkamsræktar
    • sýna ábyrga hegðun í kynlífi
    • leita sér aðstoðar vegna óeðlilegra breytinga á líkamanum
    • átta sig á að kynlíf er heilbrigt og fylgir ákveðnum reglum
    • taka ábyrgð á eigin samskiptum
    • geta valið og hafnað í athöfnum og samskiptum
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá