Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1643744084.95

    Enska - bókmenntir, saga og menning
    ENSK3BS05
    91
    enska
    bókmenntir, menning, saga
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er fjallað um enskar bókmenntir, kvikmyndir og sjónvarpsefni sem endurspegla menningu og sögu Bretlandseyja í víðu samhengi. Lögð verður áhersla á sjálfstæð vinnubrögð nemenda og að þeir taki virkan þátt í kennslunni. Nemendur vinna fjölbreytt verkefni sem reyna meðal annars á sköpunarkraft og notkun stafrænnar tækni.
    Að nemandi hafi lokið einum áfanga á þriðja þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • bókmenntum og menningu Bretlands
    • túlkun bókmennta og dýpri merkingu texta
    • ólíkum stefnum og straumum í bókmenntum
    • heimildaöflun og heimildavinnu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tjá sig á skapandi hátt á ensku
    • tjá skoðanir sínar á tilteknum bókmenntaverkum og/eða menningarþáttum í ræðu og riti og með stafrænni tækni
    • lesa flóknari enska texta
    • greina bókmenntatexta út frá sögulegu, félagslegu, menningarlegu eða pólitísku samhengi
    • nýta sér fyrirlestra, umræður og ritað mál um efni menningarlegs og vísindalegs eðlis
    • sækja sér heimildir og vinna úr þeim á akademískan hátt
    • sýna sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum og geta dregið ályktanir
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá sig um og taka þátt í umræðum um bókmenntir og dægurmál í enskumælandi löndum
    • túlka og greina krefjandi bókmenntaverk á ensku
    • flytja vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinargerð, draga fram aðalatriði og rökstyðja mál sitt vandlega með dæmum og bregðast við fyrirspurnum
    • lesa sér til gamans og/eða fróðleiks flóknari enska texta
    Leiðsagnarmat þar sem verkefnavinna nemenda er metn jafnt og þétt. Verkefnaskil eru fjölbreytt og skapandi og nemendur nýta meðal annars stafræna tækni í verkefnavinnu sinni. Námsmat er nánar útfært í kennsluáætlun