Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1643818954.81

    Flokkunarfræði
    LÍFF2FL05
    41
    líffræði
    flokkunarfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Kynning á fjölbreytileika lífríkis jarðar. Nútíma flokkunarfræði er tekin til umfjöllunar og ýmis dæmi kynnt úr hverjum hóp.
    LÍFF2FR05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • byggingu, fjölgun og sníkilseiginleikum veira
    • byggingu, flokkun og æxlun baktería
    • byggingu og lífsháttum sveppa, fléttna og frumvera
    • völdum dæmum í lífsferlum há- og lágplantna
    • þróun lífsferils plantna frá mosum til dulfrævinga
    • sérhæfingu gró- og kynliðar plantna
    • æxlun háplantna og aldinmyndun
    • einkenni ein- og tvíkímblöðunga
    • flokkunareinkennum helstu fylkinga dýraríkisins
    • völdum dæmum úr helstu fylkingum dýra
    • þróunartengslum vefdýra
    • lögun og samhverfum dýra
    • þróun líkamshols
    • frum- og síðmynnla lífverum
    • þróun fremdardýra
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • gera verklegar æfingar
    • vinna skýrslur úr efni verklegra æfinga
    • nota greiningalykla
    • leysa verkefni sem tengjast flokkunarfræði lífvera
    • leysa verkefni sem tengjast námsefninu almennt
    • nýta upplýsingatækni við öflun efnis og heimilda við verkefnavinnu
    • vinna sjálfstæð verkefni til kynningar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tengja undirstöðuþekkingu í frumulíffræði og erfðafræði við námefni áfangans ...sem er metið með... upprifjun og sjálfsmati
    • tengja undirstöðuþekkingu í flokkunarfræði við daglegt líf ...sem er metið með... fjölbreyttum verkefnum og umræðum
    • þekkja/geta greint í ríki og fylkingar algengar lífverur í umhverfi okkar ...sem er metið með... margvíslegum verkefnum, skriflegum og verklegum
    • bera virðingu fyrir og taka ábyrga afstöðu til hegðun sinnar m.t.t. lifandi náttúru ...sem er metið með... verkefnum og umræðum
    • afla sér upplýsinga og frekari þekkingar varðandi viðfangsefnið ...sem er metið með... margvíslegum verkefnum
    • undirbúa sig fyrir frekara nám í náttúruvísindum
    • miðla þekkingu sinni og skoðunum með stafrænum hætti ...sem er metið með... ýmsum verkefnum
    Leiðsagnarmat þar sem vinna nemanda er metin jafnóðum allan námstímann. Til grundvallar matsins eru fjölbreytt verkefni og/eða próf úr ólíkum efnisþáttum.