Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1643822185.89

    Vist- og umhverfisfræði
    LÍFF3VU05
    40
    líffræði
    vist- og umhverfisfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í þessum áfanga er lögð áhersla á að veita nemendum yfirsýn yfir vistfræðina sem fræðigrein svo og að fá innsýn í umhverfis- og dýraatferlisfræði. Sérstök áhersla er lögð á sérstöðu Íslands, helstu gerðir vistkerfa og vistfræði- og atferlisrannsóknir, helstu nytjadýrastofna lands- og sjávar/ferskvatns, villt spendýr og fuglar. Helstu hugtök vistfræðinnar eru tekin fyrir og ætlast til þess að nemendur geti nýtt sér þau í framsetningu verkefna sinna.
    LÍFF2FR05 og LÍFF2FL05.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnhugtökum vistfræðinnar og stefnum innan hennar
    • gerðum vistkerfa og hvaða öfl móta þau
    • innbyrðis tengslum lífvera og tengslum lífvera við ólífrænt umhverfi sitt
    • orkuflæði innan vistkerfa, fæðukeðjum, efnahringrásum og stofnstærðarmælingum
    • íslenskum vistkerfum og sérstöðu íslenskrar náttúru
    • íslenskum nytjastofnum og algengustu hryggdýrategundunum
    • umhverfisvernd og ábyrgð neytenda í umhverfismálum
    • grunnhugtökum í atferlisfræði og aðferðum við atferlisrannsóknir
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nýta upplýsingatækni og stafræna tækni við öflun upplýsinga og heimilda við verkefnavinnu
    • afla upplýsinga úr fræðigreinum og vinna úr þeim eigið kynningarefni; greina aðalatriði úr
    • koma fram og kynna/sýna afrakstur verkefnavinnu/heimildavinnu
    • taka niður aðalatriði úr kynningarefni annarra í áfanganum
    • taka þátt í umræðum um viðfangsefni áfangans og tjá skoðanir sínar þeim aðlútandi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sjá/gera sér grein fyrir gildi líffræðilegar fjölbreytni
    • nemandi geri sér grein fyrir mikilvægi þekkingar á vistfræði við ákvörðunartöku mannsins þegar kemur að nýtingu og framkvæmdum
    • taka ábyrgð á eigin lífsháttum; vera ábyrgari neytandi
    • verða meðvitaður um gildi umhverfisverndunar og afleiðingar mengunar
    • takast á við frekara nám í umhvefis- og náttúrufræði
    • miðla þekkingu sinni og skoðunum með stafrænum hætti ...sem er metið með... fjölbreyttum verkefnum
    Leiðsagnarmat þar sem vinna nemanda er metin jafnóðum allan námstímann. Til grundvallar matsins eru fjölbreytt verkefni og/eða próf úr ólíkum efnisþáttum.