Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1643896278.83

    Lífeðlisfræði mannsins
    LÍOL2MB05
    19
    líffæra og lífeðlisfræði
    Lífeðlisfræði mannsins
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum eru tekin fyrir helstu líffærakerfi mannsins og grunnlífeðlisfræði þeirra s.s. hringrásar-, meltinga-, loftskipta- , þveitis-, tauga-, stoð-, vöðva- og innkirtlakerfi. Fjallað um heilbrigða starfsemi en einnig algengustu frávik (orsakir þeirra og afleiðingar).
    LÍFF2FR05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • byggingu húðar og þátt í hitatemprun
    • blóði, samsetningu þess og hlutverki
    • byggingu og starfsemi hringrásarkerfi mannsins
    • byggingu og starfsemi meltingakerfis mannsins
    • byggingu og starfsemi loftskiptakerfis mannsins
    • byggingu og meginhlutverk taugakerfisins
    • hlutverk beina og vöðva
    • taugaboði og vöðvasamdrætti
    • helstu innkirtlum og hormónum þeirra
    • þveiti og vökvastjórn mannslíkamans
    • helstu orsakir og afleiðingar á frávikum á heilbrigðri starfsemi líffærakeranna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita hugtökum námsefnisins
    • geta fjallað um heilbrigða starfsemi líffærakerfa
    • tengja í heild starfsemi líffærakerfa
    • geta greint frá helstu frávikum frá eðlilegri starfsemi líffærakerfa
    • skoða frumur og vefi með ljóssmásjá
    • beita réttum vinnureglum við krufningar og fleiri verklegar æfingar
    • vinna skýrslur úr verklegu efni
    • nýta upplýsinga- og stafrænatækni við öflun upplýsinga og heimilda við verkefnavinnu
    • vinna sjálfstæð kynningarverkefni úr námefninu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • þekkja eigin líkama og gera sér grein fyrir mikilvægi góðrar heilsu
    • taka ábyrgð á eigin lífsháttum og heilsu
    • beita vísindalegum vinnubrögðum innan sem utan kennslustofunnar
    • takast á við frekara nám í náttúru- og/eða heilbrigðisgreinum
    • miðla þekkingu sinni og skoðunum með stafrænum hætti ...sem er metið með... ýmsum verkefnum
    Leiðsagnarmat þar sem vinna nemanda er metin jafnóðum allan námstímann. Til grundvallar matsins eru fjölbreytt verkefni og/eða próf úr ólíkum efnisþáttum.