Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1643900072.89

    Almenn efnafræði
    EFNA2AE05
    31
    efnafræði
    almenn efnafræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í þessum áfanga er fjallað um frumatriði almennar efnafræði. Til umfjöllunar er bygging atóma/frumeinda, lotukerfið, nafngiftareglur, efnahvörf, hlutföll í efnahvörfum, oxun/afoxun, ástand efna, mólhugtakið, lausnir, sýrur/basar og efnahvörf í vatnslausn.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • meðferð og áreiðanleika mælieininga
    • uppbyggingu atóma, jóna og sameinda
    • grunnþáttum lotukerfisins
    • helstu nafngiftareglum ólífrænna efnasambanda
    • nokkrum gerðum efnahvarfa
    • hlutföllum efna í efnahvörfum
    • mólhugtakinu
    • ástandsformi efna
    • oxunartölum
    • mismunandi lausnum og leysni efna
    • sýrum og bösum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota lotukerfið
    • rita rétt nöfn ólífrænna efnasambanda
    • stilla einfaldar efnajöfnur
    • nota mólhugtakið við einfalda útreikninga
    • ákvarða oxunartölur og nota þær til þess að stilla efnajöfnur
    • meta hvort efni oxist eða afoxist í efnahvörfum
    • reikna mólstyrk efna
    • þekkja einföld sýru- og basahvörf
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • notfæra sér lotukerfið og nauðsynlegar hjálpartöflur ...sem er metið með... margvíslegum munnlegum og skriflegum verkefnum
    • lesa úr efnatáknum og efnajöfnum ...sem er metið með... munnlegum og skriflegum verkefnum
    • þjálfa sjálfstæð vinnubrögð við úrlausn verkefna ...sem er metið með... leiðsagnar- og sjálfsmati
    • auka skilning sinn á notagildi efnfræðinnar og tengja hana við daglegt líf ...sem er metið með... verkefnum og umræðum
    • miðla þekkingu sinni og skoðunum með stafrænum hætti ...sem er metið með... ýmsum verkefnum
    Leiðsagnarmat þar sem vinna nemanda er metin jafnóðum allan námstímann. Til grundvallar matsins eru fjölbreytt verkefni og/eða próf úr ólíkum efnisþáttum.