Í þessum áfanga er áfram fjallað um frumatriði almennar efnafræði - (haldið áfram þar sem við hættum í EFNA2AE05). Til umfjöllunar er m.a. jafnvægi í efnahvörfum, sölt, sýrur/basar, rafefnafræði, kjarnaefnafræði, mengandi efni (loft- og vatnsmengun), orkugjafar og orkuauðlindir.
EFNA2AE05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mólstyrk lausna
söltum, orku í efnahvörfum og hvarfhraða
sýrum og bösum; pH-hugtakinu, sýru-basa pörum, búfferlausnum og sjálfsjónun vatns
grunnatriðum í rafefnafræði
rafeindahýsingu frumefna
stærð atóma og jóna
jónunarorku og rafeindafíkn
helstu eiginleikum frumefna og flokkun
efnatengjum
eiginleikum lofttegunda og gaslögmálinu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
leysa dæmi úr mismunandi hlutum námsefnisins
framkvæma einfaldar verklegar æfingar
gera skýrslur úr verklegum efnafræðiæfingum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
tengja undirstöðuþekkingu úr fyrri efnafræðiáfanga við námsefnið
notfæra sér lotukerfi og nauðsynlegar hjálpartöflur við lausn margvíslegra verkefna og dæma
lesa úr efnatáknum, efnajöfnum og orkulínuritum
auka skilning sinn á notagildi efnafræðinnar og tengja hana daglegu lífi
afla sér upplýsinga og frekari þekkingar varðandi viðfangsefnið
takast á við frekara nám í efna- og náttúrufræðum
miðla þekkingu sinni og skoðunum með stafrænum hætti
Leiðsagnarmat þar sem vinna nemanda er metin jafnóðum allan námstímann. Til grundvallar matsins eru fjölbreytt verkefni og/eða próf úr ólíkum efnisþáttum.