Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1643902753.32

    Kenningar og samfélag
    FÉLA2SK05
    51
    félagsfræði
    kenningar, samfélag
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er fjallað um undirstöðuatriði félagsfræðinnar ásamt þeim hugmyndum sem hafa haft áhrif á þróun og mótun samfélagsgerðarinnar. Farið verður yfir samfélagslegar aðstæður fyrri kynlsóða í samanburði við nútímann, félagsfræðilegum hugtökum verða gerð skil og hvaða samfélagslegu þættir hafa mótandi áhrif á einstaklinginn. Einnig er fjallað um mismunandi félagsfræðileg sjónarhorn, frumkvöðla félagsfræðinnar ásamt kenningum og hugmyndum þeirra. Fjallað er um rannsóknaraðferðir og rannsóknarferli félagsvísinda þar sem eigindlegar og megindlegar rannsóknaraðferðir eru bornar saman og rannsóknarverkefni lagt fyrir nemendur. Auk þess er fjallað um frávik og afbrot og félagsleg áhrif þeirra á einstaklinginn og samfélagið.
    Að nemandi hafi lokið 5 einingum í félagsfræði á öðru þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þróun og mótun samfélagsgerðarinnar
    • samfélagslegum breytingum á milli kynslóða
    • margvíslegum félagsfræðilegum hugtökum
    • hvaða samfélagslegu atriði hafa mótandi áhrif á einstaklinginn
    • mismunandi félagsfræðilegum sjónarhornum
    • frumkvöðlum félagsfræðinnar ásamt kenningum þeirra og hugmyndum
    • rannsóknaraðferðum félagsvísinda
    • helstu einkennum frávika og afbrota og félagslegum áhrifum þeirra á einstaklinginn og samfélagið
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • geta aflað sér traustra og áreiðanlegra upplýsinga um viðfangsefni félagsfræðinna
    • greint upplýsingar og sett í fræðilegt samhengi
    • tjá þekkingu sína á munnlegan og skriflegan hátt
    • vinna á sjálfstæðan og ábyrgan hátt undir leiðsögn
    • nýta margvíslega tækni í þekkingarleit og á ábyrgan og gagnrýnin hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • taka þátt í umræðum þar sem hann getur tjáð skoðanir sínar, rökstutt þær og hlustað á skoðun annarra
    • geta beitt öguðum vinnubrögð og borið ábyrgð á eigin námi
    • vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra
    • búa til og miðla rannsóknarverkefni
    • hugsa og starfa á gagnrýnin og skapandi hátt
    • miðlað þekkingu sinni og hugmyndum með stafrænum hætti
    • til að meta eigið vinnuframlag
    • búa yfir hæfni til að takast á við frekara nám
    Leiðsagnarmat þar sem vinna nemenda er metin jafnóðum allan námstímann. Til grundvallar matsins eru fjölbreytt verkefni úr ólíkum efnisþáttum.