Í áfanganum er lögð áhersla á að undirbúa nemendur undir frekara nám í íslensku. Nemendur þjálfast í lestri fjölbreyttra texta og munnlegri og skriflegri umfjöllun um þá. Lesnar eru smásögur, efni þeirra krufið og sett í samtímalegt samhengi. Helstu stafsetningar- og greinamerkjareglur rifjaðar upp og farið yfir grunnhugtök í bókmenntafræði og bragfræði. Nemendur rita fjölbreytta texta og læra að nýta sér ýmis konar hjálpargögn á borð við handbækur, orðabækur og leiðréttingarforrit. Í áfanganum þjálfast nemendur í sjálfstæðum vinnubrögðum ásamt því að þeir fá tækifæri til að vinna með öðrum.
ÍSLE1UN04
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mikilvægi lestrar og mismunandi lestraraðferðum
mikilvægi þekkingar á formgerð íslensks máls og muni talmáls og ritmáls
nokkrum tegundum bókmennta og nytjatexta og helstu hugtökum sem nýtast við umfjöllun um bókmenntir
uppbyggingu og framsetningu texta á mæltu og rituðu máli
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
að skrifa ýmsar tegundir texta í samfelldu máli þar sem framsetningin er skýr og skipulögð
fylgja reglum um stafsetningu og greinamerkjasetningu og nýta sér handbækur og leiðréttingarforrit til þess
beita blæbrigðaríku málsniði í tal- og ritmáli
lesa sér til gagns og gamans texta sem gera nokkrar kröfur til lesenda og gera gein fyrir þeim á skipulegan hátt
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
styrkja eigin málfræni
tjá sig af nokkru öryggi á góðu og blæbrigðaríku máli í ræðu og riti
túlka og meta atburðarrás og persónur í bókmenntum eða annars konar frásögnum
auka og bæta orðaforða og málskilning
miðla þekkingu sinni og hugmyndum með stafrænum hætti
Leiðsagnarmat þar sem vinna nemenda er metin jafnóðum. Til grundvallar matinu eru fjölbreytt verkefni og/eða próf úr ólíkum efnisþáttum.