Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1643975967.95

  Inngangur að sálfræði
  SÁLF2IS05
  39
  sálfræði
  inngangur að sálfræði
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Nemendur fái innsýn í fræðigreinina, helstu viðfangsefni hennar, rannsóknaraðferðir og sögu hennar. Fjallað verður um helstu sjónarmið í nútímasálfræði, ennfremur um minni og námstækni, viðbragðsskilyrðingu og tengsl hennar við daglegt líf, til dæmis ótta, lært bjargarleysi og áhrif auglýsinga; einnig um virka skilyrðingu í sambandi við t.d. uppeldi og hegðunarvandamál; og sjálfsmynd og samskipti. Nemendur beiti vísindalegri aðferð og hugsun við gerð lítilla rannsókna.
  Engar.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu sviðum sálfræðinnar og sögu hennar
  • kenningum sem markað hafa þáttaskil í sálfræði
  • hugmyndum þekktra sálfræðinga
  • rannsóknar- og starfsaðferðum sálfræðinga
  • rannsóknum þekktra sálfræðinga á borð við Pavlov og Skinner
  • nýjum straumum í sálfræði
  • gildi sálfræðinnar í daglegu lífi
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • greina þá þætti sem sjálfsmynd er samsett úr
  • beita hugökum sálfræðinnar á skýran og skilmerkilegan hátt
  • greina grein fyrir niðurstöðum sálfræðirannsókna
  • setja fram spurningar og taka þátt í umræðu um sálfræðilegt efni
  • tjá kunnáttu sína á munnlegan og skriflegan hátt
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skilja sálfræðilega umfjöllun ...sem er metið með... prófum, verkefnum og umræðum
  • gera greinarmun á geðveiki og siðblindu ...sem er metið með... prófi og verkefni
  • afla gagna um sálfræðileg efni, greina þau og nýta til frekari vinnslu ...sem er metið með... verkefnum og rannsókn
  • gera litla rannsókn í samstarfi við aðra ...sem er metið með... rannsóknaráætlun og rannsókn sem unnin er í hóp
  Leiðsagnarmat þar sem vinna nemanda er metin jafnóðum allan námstimann. Til grundvallar matinu eru ýmis tímaverkefni og/eða próf auk lítillar rannsóknar.