Áfanginn er grunnáfangi í uppeldisfræði og er ætlaður til kynningar á fræðigreininni uppeldis- og menntunarfræði. Fjallað er upphaf uppeldis og ólíkum áherslum út frá sögulegum tímabilum, hlutverk uppeldisstofana, frumkvöðla í uppeldisfræðum. Einnig er fjallað um þroskaferil barnsins, kenningar um vitsmuna-, siðgæðis- og -tilfinningaþroska.
Fjallað er um félags- og sálarþroska, sjálfsmynd barna, þarfir og áhugahvöt, tilfinningatengsl barna við foreldra og ættingja. Þættir og listir í lífi barna eru kynnt fyrir nemendum þ.e. barnamenning, áhrif teikninga, bækur, áhrif fjölmiðla á börn, leikir og leikföng ásamt íþróttum og íþróttauppeldi. Auk þess er fjallað um áföll og kvíðavalda í lífi barna ásamt upplifun barna af hjónaskilnuðum.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
upphaf uppeldis ásamt ólíkum áherslum í uppeldi barna út frá mismunandi tímabilum sögunnar og þróun fræðigreinarinnar
hlutverk uppeldisstofnana og frumkvöðla í uppeldisfræði
þroskaferil barna, kenningar um vitsmuna-, siðgæðis- og tilfinningaþroska
félags- og sálarþroska barna, sjálfsmynd barna, þarfir og áhugahvöt, tilfinningatengsl barna við foreldra og ættingja
áhrifaþætti í lífi barna þ.e. barnamenning, teikningar, bækur, fjölmiðlar, leikir og leikföng, íþróttir og íþróttauppeldi
áföllum og kvíðavöldum í lífi barna
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
geta aflað sér traustra og áreiðanlegra upplýsinga um viðfangsefni uppeldisfræðinnar
greint upplýsingar og sett í fræðilegt samhengi
tjá þekkingu sína á munnlegan og skriflegan hátt
vinna á sjálfstæðan og ábyrgan hátt undir leiðsögn
nýta margvíslega tækni í þekkingarleit og á ábyrgan og gagnrýnin hátt
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
taka þátt í umræðum þar sem hann getur tjáð skoðanir sínar, rökstutt þær og hlustað á skoðun annarra
geta beitt öguðum vinnubrögð og borið ábyrgð á eigin námi
vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra
hugsa og starfa á gagnrýnin og skapandi hátt
miðlað þekkingu sinni og hugmyndum með stafrænum hætti
til að meta eigið vinnuframlag
búa yfir hæfni til að takast á við frekara nám
Leiðsagnarmat þar sem vinna nemanda er metin jafnóðum allan námstimann. Til grundvallar matsins eru fjölbreytt verkefni úr ólíkum efnisþáttum.