Í áfanganum er stjórnmálafræði kynnt sem fræðigrein með áherslu á íslensk stjórnmál. Ásamt því eru málefni líðandi stundar skoðuð og tengd við fræðin. Fjallað er um helstu stjórnmálastefnur samtímans og ólíka hugmyndafræði sem hefur mótast í gegnum tíðina þ.e. vinstri og hægri stjórnmál, róttækni, sósíalismi, jöfnuður, lýðræði, frjálslyndi, íhald, afturhald, stjórnleysi ásamt innan- og utanríkismálum. Einnig er fjallað um stjórnkerfið og atriði tengd því þ.e. ríki og fullveldi, þjóðir, völd, stjórnmálaþátttöku, pólítískar valdbeitingar, byltingar, kosningar, flokkakerfi, mannréttindi, stjórnarskrá o.fl. Auk þess er fjallað um stjórnmál og fjölmiðla, almenningsálit, íslenska stjórnmálaflokka og hagsmunasamtök. Fjallað er um alþjóðastjórnmál með áherlsu á strúktúr og samvinnu alþjóðakerfisins.
Að nemandi hafi lokið áfanganum FÉLA2AK06
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
stjórnmálafræði sem fræðigrein með áherslu á íslensk stjórnmál
málefnum líðandi stundar í tengslum við stjórnmálafræði
helstu stjórnmálastefnum samtímans þ.e. vinstri og hægri stjórnmál, róttækni, sósíalisma, jöfnuði, lýðræði, frjálslyndi, íhaldi, afturhaldi og stjórnleysi ásamt innan- og utanríkismálum
stjórnkerfi, ríki og fullveldi, þjóðum, völdum, stjórnmálaþátttöku, pólítíska valdbeitingu, byltingum, kosningum, flokkakerfum, mannréttindum, stjórnarskrá
áhrifum fjölmiðla á stjórnmál, almenningsáliti í stjórnmálum, íslenskum stjórnmálaflokkum og hagsmunasamtökum
alþjóðastjórnmálum þ.e. strúktúr og samvinnu alþjóðakerfisins
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
geta aflað sér traustra og áreiðanlegra upplýsinga um viðfangsefni stjórnmálafræðinnar
greint upplýsingar og sett í fræðilegt samhengi
tjá þekkingu sína á munnlegan og skriflegan hátt
vinna á sjálfstæðan og ábyrgan hátt undir leiðsögn
nýta margvíslega tækni í þekkingarleit og á ábyrgan og gagnrýnin hátt
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
taka þátt í umræðum þar sem hann getur tjáð skoðanir sínar, rökstutt þær og hlustað á skoðun annarra
geta beitt öguðum vinnubrögð og borið ábyrgð á eigin námi
vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra
búa til og miðla rannsóknarverkefni
hugsa og starfa á gagnrýnin og skapandi hátt
miðlað þekkingu sinni og hugmyndum með stafrænum hætti
til að meta eigið vinnuframlag
búa yfir hæfni til að takast á við frekara nám
Leiðsagnarmat þar sem vinna nemenda er metin jafnóðum allan námstímann. Til grundvallar matsins eru fjölbreytt verkefni úr ólíkum efnisþáttum.