Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1644000390.97

  Íslands- og mannkynssaga 20. aldar fram til nútímans
  SAGA3ÍM05
  47
  saga
  íslands- og mannkynssaga
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Í áfanganum er fjallað um sögu mannkyns í upphafi 20. aldar og fram til nútímans þar sem einblínt er á ákveðin tímabil sem talin eru lykilþættir í mannkynssögunni. Farið er yfir merkar uppfinningar sem litu dagsins ljós á á 20. öld. Einnig er farið yfir aðdraganda, upphaf, framþróun og afleiðingar fyrri heimsstyrjaldarinnar. Fjallað er um millistríðsárin og helstu atburði þess tímabils þ.e. spánska veikin, októberbyltingin, upprisa fasisma og kommúnisma ásamt kreppunni miklu. Seinni heimsstyrjöldin er einnig til umfjöllunar og verður skoðuð út frá upphafi, framþróun, lykilatburðum, endalokum og afleiðingum. Farið er yfir eftirstríðsárin þ.e. Marshallaðstoðinn og aðdragandinn að stofnun margvíslegra stofnana. Kalda stríðinu eru gerð skil og farið yfir atriði tengt því t.d. upphaf, framþróun og endalok. Auk þess er fjallað um stöðu mála í nútímanum út frá liðinni fortíð.
  Að nemandi hafi lokið a.m.k. 5 einingum í sögu eða íslensku á 2. þrepi.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • merkar uppfinningar sem litu dagsins ljós á á 20. öld
  • aðdraganda, upphaf, framþróun og afleiðingar fyrri heimsstyrjaldarinnar
  • millistríðsárin og helstu atburði þess tímabils þ.e. spánska veikin, októberbyltingin upprisa fasisma og kommúnisma ásamt kreppunni miklu
  • fyrri heimsstyrjöldinni þ.e. upphaf, framþróun, lykilatburðir, endalok og afleiðingar
  • millistríðsárin og helstu atburðir þess tímabils þ.e. spánska veikin, októberbyltingin, upprisa fasisma og kommúnisma ásamt kreppunni miklu
  • seinni heimsstyrjöldinni þ.e. upphaf, framþróun, lykilatburðir, endalok og afleiðingar
  • eftirstríðsárunum þ.e. Marshall aðstoðin og aðdragandinn að stofnun margvíslegra stofnana
  • kalda stríðinu þ.e. upphaf, framþróun og endalok
  • stöðu mála í nútímanum út frá liðinni fortíð
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • geta aflað sér traustra og áreiðanlegra heimilda um viðfangsefni sögunnar
  • greint upplýsingar og sett í fræðilegt og sögulegt samhengi
  • tjá þekkingu sína á munnlegan og skriflegan hátt
  • vinna á sjálfstæðan og ábyrgan hátt undir leiðsögn
  • nýta margvíslega tækni í þekkingarleit og á ábyrgan og gagnrýnin hátt
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • taka þátt í umræðum þar sem hann getur tjáð skoðanir sínar, rökstutt þær og hlustað á skoðun annarra
  • geta beitt öguðum vinnubrögð og borið ábyrgð á eigin námi
  • vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra
  • miðla sögulegri þekkingu sinni á fjölbreyttan hátt
  • hugsa og starfa á gagnrýnin og skapandi hátt
  • miðlað þekkingu sinni og hugmyndum með stafrænum hætti
  • til að meta eigið vinnuframlag
  • búa yfir hæfni til að takast á við frekara nám
  Leiðsagnarmat þar sem vinna nemenda er metin jafnóðum allan námstímann. Til grundvallar matsins eru fjölbreytt verkefni úr ólíkum efnisþáttum.