Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1644235123.63

    Þroskasálfræði
    SÁLF3ÞS05
    40
    sálfræði
    þroskasálfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Markmið áfangans er að nemendur kynnist viðfangsefnum, rannsóknaraðferðum og helstu álitamálum í þroskasálfræði, þ. á m. hvort erfðir eða uppeldi ráði mestu um eiginleika einstaklingsins. Fjallað er um þróun þroskasálfræði og helstu kenningar. Lögð er mikil áhersla á fræðileg vinnubrögð.
    Að nemandi hafi lokið áfanganum SÁLF2IS06
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Helstu viðfangsefnum þroskasálfræðinnar
    • Greinarmuninum á erfða- og umhverfisþáttum
    • Helstu þroskaröskunum og viðbrögðum við þeim
    • Þekktum tilviksathugunum og rannsóknum í þroskasálfræði
    • Helstu gagnrýni á þroskasálfræðikenningar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita hugökum þroskasálfræðinnar á skilmerkilegan hátt
    • greina helstu áhrifaþætti og afleiðingar þroskaraskana
    • greina grein fyrir kenningum og niðurstöðum rannsókna
    • spyrja og ræða á gagnrýninn hátt um helstu viðfangsefni fagsins
    • útskýra muninn á umhverfis- og erfðaþáttum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leita svara við þeim spurningum sem þroskasálfræðin leitar svara við ...sem er metið með... prófum, verkefnum og umræðum
    • fjalla um erfða- og umhverfisáhrif sem hafa áhrif á þroska ...sem er metið með... prófum og verkefnum
    • afla sér upplýsinga um þroskasálfræðilegt efni, greina aðalatriði þeirra og nýta sér til frekari vinnslu ...sem er metið með... rannsókn sem unnin er í hóp eða ritgerð unninni af einstaklingi
    • fjalla sjálfstætt og í samvinnu við aðra um þroskasálfræði á gagnrýninn hátt ...sem er metið með... einstaklings- og hópaverkefnum
    Leiðsagnarmat þar sem vinna nemanda er metin jafnóðum allan námstimann. Til grundvallar matinu eru fjölmörg verkefni af ýmsum stærðum og gerðum úr öllum námsþáttum.