Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1644404627.55

  Spænska 1, a1 - menning og tungumál
  SPÆN1MT05
  38
  spænska
  menning og tungumál
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Spænskunáminu er skipt í erfiðleikastig samkvæmt evrópsku tungumálamöppunni. Þessi áfangi er byrjunaráfangi í spænsku (A1) Í áfanganum er lögð áhersla á samskipti og tjáningu ásamt hinum fjórum þáttum tungumálanáms, samtali, ritun, lestri og hlustun. Áfanginn er verkfæri til að hjálpa nemendum að ná tökum spænskunni, á hvað námsbraut sem er. Fjölbreyttar kennsluaðferðir eru notaðar til þess að ná markmiðum áfangans. Lögð er áhersla á að nemendur læri að bera ábyrgð á eigin námi.
  engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • einföldum orðum og orðasamböndum úr daglegu tali
  • almennum málhljóðum í spænsku máli
  • einföldum orðum og orðasamböndum út daglegu tali
  • að heilsast og kveðjast, spyrja/biðja um/panta og bjóða aðstoð
  • bjarga sér á spænsku og skilið einfaldar upplýsingar
  • að nota hjálpargögn sér til aðstoðar við námið
  • spænskri menningu og löndum þar sem spænska er töluð
  • tengslum á milli Íslands og spænskumælandi landa
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skilja og nota orð og orðasambönd á spænsku
  • skilja einfaldan texta og auglýsingar
  • spyrja og svara einföldum spurningum um þekkt efni
  • nýta sér grundvallaratriði úr spænskri málfræði (kyn, tala, beyging)
  • taka þátt í einföldum samtölum
  • þekkja tölur, fjölda, kostnað og tíma
  • tjá sig við aðra bekkjarfélaga
  • vinna með öðrum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • kynna sálfan sig og aðra
  • eiga einföld samskipti; svara og spyrja spurninga um persónulega þætti
  • lesa stutta texta á spænsku
  • skrifa stutta texta með útskýringum
  • hlusta og skilja einfalda texta
  • nýta sér spænskan orðaforða í tengslum við áhugamál
  • geta unnið með öðrum
  • miðla verkefnum með fjölbreyttum stafrænum hætti
  Leiðsagnarmat þar sem vinna nemenda er metin jafn óðum allan námstímann. Til grundvallar matinu eru fjölbreytt verkefni og/eða próf úr ólíkum efnisþáttum.