Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1644405191.44

    Spænska 2- a2 - tungumál og menning
    SPÆN1TM05
    39
    spænska
    a2, tungumál og menning
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Meginmarkmiðið er að nemendur auki grunnþekkingu sína í spænsku í samræmi við evrópsku tungumálamöppuna (A2) og geti notað tungumálið til þess að skapa fjölbreytt verkefni sem miðast að áhugasviðum þeirra. Í áfanganum er lögð áhersla á hlustun, talæfingar og lestur á stuttum textum. Nemendur æfa jafnt lestur, ritun, hlustun og tal. Ólíkar leiðir eru notaðar til þess að æfa nemendur í málinu s.s. vettvangsferðir, leikir, gögn af neti o.fl). Námið er einstaklingsmiðað en markmiðið er að nemendur beri ábyrgð á eigin námi.
    5 einingar í spænsku á 1. þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að ná leikni- og hæfnimarkmiðum áfangans
    • grundvallarþáttum spænsks málkerfis: framburði, áherslu og einfaldri setningaskipan
    • spænskumælandi löndum með áherslu á bókmenntir
    • einföldum samskiptum og tjáningu í mæltu og rituðu máli
    • að efla orðaforða sinn í spænsku
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja frásagnir og umræður um kunnugleg efni þegar talað er hægt og skýrt
    • taka þátt í samræðum um afmörkuð undirbúin efni og um efni sem hann þekkir
    • miðla upplýsingum um málefni sem hann hefur kynnt sér
    • skrifa fremur stutta samfellda texta svo sem samantektir, endursagnir og frásagnir af eigin reynslu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meðtaka daglegt mál, s.s. samræður og fjölmiðlaefni ef hann þekkir til efnisins og talað er skýrt
    • tjá skoðun sína á lesnum texta ...sem er metið með... verkefnum, prófum og munnlegri framsögn
    • ræða við aðra af nokkru öryggi um efni sem hann þekkir vel
    • miðla upplýsingum um undirbúið efni í ræðu og riti
    • leysa úr viðfangsefnum einn eða í samstarfi við aðra og beita til þess viðeigandi orðaforða og málvenjum
    • nýta á ólíkan hátt efni texta af ýmsum toga ...sem er metið með... verkefnum
    • miðla hugmyndum og verkefnum með fjölbreyttum stafrænum hætti
    Leiðsagnarmat þar sem vinna nemenda er metin jafn óðum allan námstímann. Til grundvallar matinu eru fjölbreytt verkefni og/eða próf úr ólíkum efnisþáttum.