Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1644494986.76

    Skapandi geinar
    STÍM1AA05
    1
    STEAM - skapandi geinar
    Samþætting tækni, stærðfræði, verkfræði og listir, vísinda
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í þessum áfanga er áhersla lögð á að samþætta tækni, vísindi, stærðfræði, verkfræði og listir. Nemendur kynnast vísindalegri- skapandi- og gagnrýnni hugsun ásamt því að þjálfast í tæknilæsi og tæknifærni í gegnum verkefni. Vísindalegar aðferðir eru kynntar og nemendur fá tækifæri til að framkvæma tilraunir og skilja samhengi skapandi hugsunar og vísindastarfs. Nemendur kynnast aðferðum listsköpunar og notkun á ólíkum efnivið í listsköpun. Rætt er um tengingu lista, vísinda og tækni og hvernig stærðfræðin getur birst í listsköpun og hvernig afurðir verkfræðinnar geta endurspeglað listræna hugsun. Nemendur fá þjálfun í hugmyndavinnu og hvernig þeir geta sett fram hugmyndir og kynnt þær. Nemendur fái innsýn inn í heim fagfólks í tækni, vísindum, stærðfæði, verkfræði og listum með tengingu við atvinnulíf, samfélag og umhverfi.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þverfaglegum tengingum raun- og listgreina
    • hugmyndavinnu og skapandi ferli
    • mikilvægi samvinnu og verkefnastjórnunar í flóknum verkefnum
    • mikilvægi góðra samskipta við samstarfsaðila
    • á hugbúnaði, tækjum og aðferðum sem nýtast til sköpunar og miðlunar
    • heimildaöflun í undirbúningi skapandi verkefna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota fjölbreyttar aðferðir og tækni við miðlun þekkingar sinnar og hugmynda
    • beita hönnunarhugsun í skapandi ferli
    • rýna eigin hugmyndir og annarra til gagns
    • sýna seiglu og halda vel utan um verkefnaþróun
    • vinna að samþættingu raun- og listgreina
    • leysa úr ágreiningi og finna leiðir til úrlausna þegar þess gerist þörf
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna að þverfaglegu verkefni þar sem hann nýtir þær aðferðir og verkfæri sem liggja til grundvallar í áfanganum
    • afla upplýsinga, túlka þær og miðla
    • nota hönnunarhugsun við hagnýt verkefni
    • setja fram hugmyndir sínar á skapandi hátt
    • vera virkur í samstarfi og þróunarvinnu
    • virða höfundarrétt og nota heimildir og tilvísanir eftir viðurkenndum leiðum
    Leiðsagnarmat þar sem vinna nemenda er metin jafn óðum allan námstímann. Til grundvallar matinu eru fjölbreytt verkefni og/eða próf úr ólíkum efnisþáttum.