Samþætting tækni, stærðfræði, verkfræði og listir, vísinda
Samþykkt af skóla
3
5
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur fái tækifæri til að tengjast atvinnulífi, samfélagi og umhverfi við úrvinnslu verkefna og geti nýtt sér fjölbreytt verkfæri við hugmyndavinnu og sköpun. Nemendur þjálfa sjálfstæð vinnubrögð með áherslu á eigin hugmyndavinnu, útfærslu verkefnis og kynningu hugmynda. Nemendur vinna verkefnið annað hvort sem hluti af teymi eða sem einstaklingar. Í áfanganum er mikið svigrúm til að vinna með eigið áhugasvið hvort sem það er á sviði lista eða raungreina. Gert er ráð fyrir að nemendur geti sýnt fram á skilning á þverfaglegum tengingum vísinda, tækni, verkfræði, lista og stærðfræði.
STÍM1AA05 og 2AA05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
þverfaglegum tengingum raun- og listgreina
þeirri ábyrgð sem fylgir því að vinna að raunverulegum verkefnum
á eigin áhugasviði og styrkleikum í skapandi verkefnum
mikilvægi samvinnu og verkefnastjórnunar í flóknum verkefnum
mikilvægi góðra samskipta við samstarfsaðila
á hugbúnaði, tækjum og aðferðum sem nýtast til sköpunar og miðlunar
heimildaöflun í undirbúningi skapandi verkefna
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota fjölbreyttar aðferðir og tækni við miðlun þekkingar sinnar og hugmynda
samþætta ólíkar greinar inn í hugmyndir
rýna eigin hugmyndir og annarra til gagns
sýna seiglu og halda vel utan um verkefnaþróun
vinna sjálfstætt og með öðrum að samþættum verkefnum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vinna að þverfaglegu verkefni þar sem hann nýtir þær aðferðir og verkfæri sem liggja til grundvallar í áfanganum
afla upplýsinga og heimilda sem nýtast inn í verkefnið
eiga frumkvæði að samskiptum við sérfræðinga og afla þannig frekari þekkingar
kynna og ræða um hugmyndir sínar og geta útskýrt vinnuferlið
virða höfundarrétt og nota heimildir og tilvísanir eftir viðurkenndum leiðum
Leiðsagnarmat þar sem vinna nemenda er metin jafn óðum allan námstímann. Til grundvallar matinu eru fjölbreytt verkefni og/eða próf úr ólíkum efnisþáttum.