Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1644580956.37

  Saga fjarlægra slóða
  SAGA3FS05
  48
  saga
  saga fjarlægra slóða
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Í áfanganum er fjallað um valda þætti í sögu annarra heimsálfa en Evrópu þ.e. í Afríku, Ameríku, Asíu og Eyjaálfu. Farið verður yfir fjölbreytt viðfangsefni tengt heimsálfunum. Í áfanganum verður hver og ein heimsálfa skoðuð í fjölbreyttu samhengi. Fjallað er um ólík lönd innan heimsálfanna og farið yfir almenn atriði t.d. mannfjölda, tungumál, staðsetningar, lífríki, helstu borgir, kennileiti og auðlindir í ólíkum löndum heimsálfanna Afríku, Ameríku, Asíu og Eyjaálfu. Einnig verður farið yfir sögulega atburði í völdum löndum innan heimsálfanna. Fjallað verður um ólík trúarbrögð í völdum löndum innan heimsálfanna ásamt stöðu efnahagsmála, lífskjara og mannréttinda. Einnig er fjallað um menningu valdra landa og hvernig menning setur svip sinn á þau lönd sem eru til umfjöllunar.
  Að nemandi hafið lokið 5 einingum í sögu á 2. þrepi
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • almennum atriðum varðandi heimsálfanna Afríku, Ameríku, Asíu og Eyjaálfu
  • almennum atriðum t.d. mannfjölda, tungumál, staðsetningar, lífríki, helstu borgir, kennileiti og auðlindir í ólíkum löndum heimsálfanna Afríku, Ameríku, Asíu og Eyjaálfu
  • sögulega atburði í völdum löndum innan heimsálfanna Afríku, Ameríku, Asíu og Eyjaálfu
  • um ólík trúarbrögð í völdum löndum innan heimsálfanna ásamt stöðu efnahagsmála, lífskjara og mannréttinda
  • menningu valdra landa og hvernig menning setur svip sinn á þau lönd sem eru til umfjöllunar.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • geta aflað sér traustra og áreiðanlegra heimilda um viðfangsefni sögu fjarlægðra slóða
  • greint upplýsingar og sett í fræðilegt og sögulegt samhengi
  • tjá þekkingu sína á munnlegan og skriflegan hátt
  • vinna á sjálfstæðan og ábyrgan hátt undir leiðsögn
  • nýta margvíslega tækni í þekkingarleit og á ábyrgan og gagnrýnin hátt
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • taka þátt í umræðum þar sem hann getur tjáð skoðanir sínar, rökstutt þær og hlustað á skoðun annarra
  • geta beitt öguðum vinnubrögð og borið ábyrgð á eigin námi
  • vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra
  • miðla sögulegri þekkingu sinni á fjölbreyttan hátt
  • til að meta eigið vinnuframlag
  • hugsa og starfa á gagnrýnin og skapandi hátt
  • miðlað þekkingu sinni og hugmyndum með stafrænum hætti
  Leiðsagnarmat þar sem vinna nemenda er metin jafnóðum allan námstímann. Til grundvallar matsins eru fjölbreytt verkefni úr ólíkum efnisþáttum.