Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1644586285.25

    Enska - lesskilningur, málfræði og orðaforði
    ENSK2LO05
    85
    enska
    lesskilningur, málfræði, orðaforði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á sjálfstæðan lestur, málfræði og tileinkun akademísks orðaforða. Nemendur eiga að geta lesið talsvert þunga texta t.d úr dagblöðum, tímaritum og efni af netinu, og skilið einfalt, ótextað sjónvarpsefni eða hlustunarefni. Þá eiga nemendur að geta fylgst með, skilið og blandað sér í orðræðu um ólíka efnisflokka, jafnt munnlega sem skriflega. Haldið er áfram með málfræði og flóknari atriði tekin fyrir markvisst.
    Að nemandi hafi lokið við einn áfanga á 2. þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • fjölbreyttum orðaforða enskrar tungu
    • helstu hefðum um uppsetningu og skipulag ritaðs máls, s.s. greinarmerkjasetningu
    • mikilvægi þess að geta tjáð sig með góðu móti á ensku
    • tilurð klassískra enskra bókmenntaverka
    • möguleikum stafrænnar tækni til miðlunar þekkingar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota fjölbreyttar aðferðir við almenna upplýsingaöflun
    • lesa og skilja þyngri texta á ensku
    • lesa og greina klassísk bókmenntaverk á ensku
    • nota stafræna tækni á skapandi hátt
    • tjá sig á ensku m.a. um dægurmál á enskum málsvæðum
    • tjá sig skýrt og hnökralaust um málefni sem hann hefur kynnt sér sérstaklega
    • skrifa margskonar texta og fylgja helstu rithefðum og reglum um málbeitingu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lesa fjölbreytta texta á ensku
    • eiga frumkvæði í samræðum og bregðast við óvæntum spurningum og athugasemdum
    • rita texta á lipurri ensku og beita málfræði á réttan hátt
    • búa yfir góðum lesskilningi og geta miðlað þeirri þekkingu svo vel sé bæði á ensku og íslensku
    • lesa á milli línanna og átta sig á dýpri merkingu í texta
    • skilja talað mál og geta tjáð sig óhikað
    • tjá skoðanir sínar og miðla upplýsingum á fjölbreyttan og skapandi hátt
    Leiðsagnarmat þar sem vinna nemenda er metin jafnóðum allan námstímann. Til grundvallar eru fjölbreytt verkefni úr ólíkum efnisþáttum, svo sem styttri próf, skrifleg og munnleg verkefni. Áhersla er lögð á skapandi verkefnavinnu og notkun stafrænnar tækni.