Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1644924399.97

    Skyndihjálp og endurlífgun
    SKYN2SE01
    12
    skyndihjálp
    endurlífgun, skyndihjálp
    Samþykkt af skóla
    2
    1
    Fyrsta spurningin sem svarað verður í áfanganum er – hvað er skyndihjálp? Áfanginn er bæði fræðilegur og verklegur og mikið verður lagt upp úr verklegum æfingum tengdum meðhöndlun sjúkra og slasaðra. Sérstök áhersla verður á að kenna nemendum að bregðast við og meðhöndla slys og áverka sem tengjast íþróttaiðkun. Einnig verður fjallað um svo nefnd álagsmeiðsli og hvernig má minnka líkur á þeim og hvernig best er að meðhöndla slík meiðsli. Undirstöðuatriði; streita í neyðartilfellum, tilfinningarleg viðbrögð eftir að hafa veitt skyndihjálp, sálrænn stuðningur og að forðast sýkingar. Fjögur skref skyndihjálpar; tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra og sjúkra, sækja/kalla eftir hjálp og veita skyndihjálp. Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð; að athuga viðbrögð, að opna öndunarveg, að athuga öndun, hjartahnoð og blástursaðferð, sjálfvirkt hjartastuð (AED), endurlífgunarkeðjan, hliðarlega og losun aðskotahlutar úr öndunarvegi. Skyndihjálp: Áverkar; innvortis- og útvortis blæðingar, sár, brunasár, áverkar á höfði, hálsi eða baki, áverkar á beinum, vöðvum eða liðum, eitranir hitaslag/hitaörmögnun og ofkæling. Bráð veikindi; brjóstverkur (hjartaáfall), bráðaofnæmi, heilablóðfall, flog, sykursýki og öndunarerfiðleikar (astmi). Skyndihjálp framhald; nánari líkamsskoðun, eitrun, blóðnasir, lost, sár og sáraumbúðir, raflost, höfuðáverkar, tannáverkar, skorðun á hrygg, áverkar á brjóstkassa og kvið, vöðvakrampar, sýklasótt, yfirlið og spelkun útlima.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hinum fjórum skrefum skyndihjálparkeðjunnar
    • helstu áverkaeinkennum og réttum viðbrögðum við þeim
    • helstu einkennum bráðra veikinda og réttum viðbrögðum við þeim
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • sýna rétt viðbrögð við slysum
    • meta ástand sjúkra og slasaðra
    • veita skyndihjálp við slys og bráð veikindi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • veitt sálræna skyndihjálp
    • beita endurlífgun og geti notað sjálfvirkt hjartastuðtæki i neyðartilfellum
    • geta búið um sár og flutt sjúkling til við yfirvofandi hættu
    • setja sjúklinga í læsta hliðarlegu og tryggja þannig öryggi þeirra
    Áfanginn byggir á verklegum æfingum og frammistöðu nemenda í tímum.