Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1645006260.45

    Kínverska
    KÍNV1TM02
    1
    Kínverska
    Tungumál og menning
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Í þessu námskeiði kynnast nemendur mismunandi hliðum á kínversku tungumáli, menningu og samfélagi. Þeim gefst tækifæri til að tala og skrifa kínverskt tungumál og til að elda saman og smakka kínverskan mat. Nemendur fá einnig kynningu á ungmennum og netmenningu í Kína, sem gerir þeim kleift að ígrunda nám sitt og lífsreynslu.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Kínversku talmáli (grunnframburði, tónum og orðasamböndum) og ritun
    • Kínverskri list (skrautskrift, málverkum og annarri skreytingarlist)
    • Kínverskri menningu og samfélagi (netmenningu, unglingamenningu og matarmenningu)
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Tala og skrifa á einfaldri mandarín-kínversku
    • Elda kínverskan mat
    • Bera kennsl á mismunandi tegundir kínverskra lista og skilja merkingu mismunandi tákna
    • Átta sig á kínverskum samfélagsmiðlum
    • Bera saman reynslu sína við aðra
    • Vera virkur í umræðum og tjá skoðanir sínar á skýran hátt
    • Vinna einstaklingsbundið og sem teymi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Kynna sig á mandarín-kínversku
    • Búa til kínverskan mat og sýna almenna kínverska matarsiði
    • Safna upplýsingum á margvíslegan veg og vinna úr þeim á greinandi og gagnrýninn hátt
    • Geta skapað verk með hliðsjón af kínverskri list
    • Útbúa einfalt efni á kínverskum samfélagsmiðlum
    • Nota hugsandi nálgun til að þróa sjálfsþekkingu og sjálfstraust
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati yfir áfangann. Öll vinna, þátttaka og verkefni í áfanganum gilda til einkunnar.