Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1645011479.48

    Umhverfisfræði
    UMHV3GF05
    6
    umhverfisfræði
    Grænfánaverkefni
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    ms
    Í áfanganum kynnast nemendur verkferlum þess umhverfisstjórnunarkerfis sem verkefnið Skólar á grænni grein/Grænfánaverkefnið byggir á. Nemendur ganga þannig í gegnum sjö skref í átt að grænfána en þau eru eftirfarandi: 1) að stofna umhverfisnefnd, 2) að meta stöðu umhverfismála, 3) að útbúa aðgerðaráætlun í umhverfismálum, 4) að sinna eftirliti og endurmati, 5) að búa til námsefni og tengja við aðalnámskrá, 6) að upplýsa og fá aðra með og 7) að semja umhverfissáttmála og umhverfisstefnu. Nemendur velja sér jafnframt þema til að vinna með af þeim þemum sem í boði eru innan verkefnisins. Áfanginn er í grunninn nemendastýrður. Kennari hefur utanumhald með áfanganum og kemur að honum sem leiðbeinandi og aðstoðarmaður en nemendur sjá fyrst og fremst um alla framkvæmd. Í áfanganum er hugtakið geta til aðgerða haft að leiðarljósi. Í getu til aðgerða er lýðræðislegum vinnubrögðum beitt í námi svo nemendur geti haft áhrif á hvernig, hvenær, hvar og hvað þeir læra. Í því felst einnig að virkja nemendur til aðgerða innan skólans eða síns nærsamfélags. Í áfanganum geta nemendur því beitt áhrifum sínum á aðgerðamiðaðan hátt í átt að aukinni sjálfbærni innan skólans og jafnvel nærsamfélags. Nemendur fá jafnframt dýpri innsýn inn í fjölmörg málefni sem tengjast sjálfbærni og umhverfismálum.  
    UMHV2UM05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna
    • helstu umhverfisvandamálum, hnattrænum og hérlendum, sem við er að glíma
    • hugmyndafræði getu til aðgerða og að hver og einn geti haft áhrif sína hegðun og sitt nærsamfélag
    • öðlist skilning á sameiginlegri ábyrgð jarðarbúa á Jörðinni og íbúum hennar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • stýra umhverfisúrbótum innan skólans
    • styrkja lýðræðisleg vinnubrögð
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • efla forystuhæfni sína til framtíðar
    • vera virkur og ábyrgur borgari í umhverfi sínu
    • miðla áreiðanlegum upplýsingum um umhvefismál
    • taka gagnrýna afstöðu gagnvart umhverfi, samfélagi, menningu og efnahagskerfi
    Gerð er grein fyrir námsmati og sundurliðun þess í námsáætlun.