Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1645523777.83

    Íslenska - hrollvekjur
    ÍSLE3ÍH05
    112
    íslenska
    Íslenskar hrollvekjur
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er meginviðfangsefnið íslenskar hrollvekjur fyrr og nú, ásamt því að skoða erlend verk. Rætt er um einkenni þessarar bókmenntategundar, lesin valin verk og þau greind í ræðu og riti. Einnig verða nokkrar kvikmyndir sem byggðar hafa verið á hrollvekjuskáldsögum skoðaðar. Nemendur kynna sér fræðigreinar tengdar efninu og skoðað er meðal annars hvernig íslenskar þjóðsögur geta margar hverjar flokkast undir hrollvekju. Rætt er um hvaða stílbrögð höfundar nota til þess að vekja upp ótta lesanda og hvers vegna hrollvekjur hafa notið þeirra vinsælda sem þær hafa.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • formi og einkennum bókmenntategundarinnar
    • sögu og þróun hrollvekjunnar, stöðu hennar innan bókmenntanna og tengslum við aðra miðla, t.d. bíómyndir og sjónvarp
    • verkum nokkurra íslenskra og erlendra hrollvekjuhöfunda
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tjá sig á skýran, gagnrýninn og skapandi hátt um þá þekkingu sem hann öðlast í áfanganum
    • sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum við útfærslu sjálfstæðs lokaverkefnis
    • beita helstu hugtökum bókmenntafræðinnar í umfjöllun um form og einkenni hrollvekjunnar
    • lesa og fjalla um hrollvekjur á gagnrýninn og fræðilegan hátt
    • flytja af öryggi vel byggða kynningu á bókmenntalegu viðfangsefni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • átta sig á samfélagslegri skírskotun og ná duldum boðskap og hugmyndum
    • tjá rökstudda afstöðu og taka þátt í málefnalegri umræðu um bókmenntir
    • sýna þroskaða siðferðisvitund, víðsýni, sköpunarhæfni og samlíðan í málflutningi sínum, umfjöllun og verkum
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.