Í áfanganum er lagður grunnur að vinnubrögðum í stærðfræði og byggt er ofan á grunn sem nemendur hafa lært í grunnskóla. Efni áfangans er talnareikningur, algebra og jöfnur.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
uppsetningu og lausn á jöfnum og formúlum
ýmsum reglum og beitingu þeirra
mengjahugtökum
algebru, svo sem liðun og þáttun
eiginleikum beinnar línu í hnitakerfi, hallatölu og skurðpunktum við ása hnitakerfisins
notkun upplýsingatækninnar við lausn verkefna
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
setja upp og leysa jöfnur og formúlur
nota mismunandi reglur stærðfræðinnar þegar við á
vinna með tugveldisrithátt og mælinákvæmni til að bera saman tölur
nota mengjatákn
liða, þátta og reikna veldi
nota ýmis forrit við lausn verkefna
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
beita jöfnum og formúlum á réttan hátt við lausn ýmissa verkefna
skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu
beita skipulögðum aðferðum við leit á lausnum á þrautum
að miðla lausnum á verkefnum með hjálp upplýsingatækninnar
Leiðsagnarmat þar sem vinna nemanda er metin jafnóðum allan námstímann. Til grundvallar matsins eru fjölbreytt verkefni úr ólíkum efnisþáttum.