Í áfanganum er haldið áfram að byggja ofan á grunn sem nemendur hafa lært í grunnskóla. Efni áfangans er algebra, hnitakerfi, föll, gildistafla og lausnarformúlan.
Einn stærðfræðiáfangi á 1. hæfniþrepi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hnitakerfi, hallatölum, skurðpunktum og öðru sem því tengist
þáttun og reikna uppúr sviga
hvernig leysa á annars stigs jöfnu með þáttun eða lausnarformúlu
hvernig eigi að nota gildistöflu við teikningar í hnitakerfi
hvernig ýmiskonar forrit eru notuð við lausn verkefna
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita lausnarformúlunni á annars stigs jöfnur
teikna fleygboga inní hnitakerfi með því að nota gildistöflu
teikna beina línu inní hnitakerfi með því að nota gildistöflu
nota upplýsingatæknina við lausn á verkefnum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
sjá að ferlar sem settir hafa verið í hnitakerfi eru í raunveruleikanum
útskýra hvers vegna við nota hnitakerfi til að skýra ferla sem við nota dagsdaglega
gera sér grein fyrir að jöfnur eru ferlar
miðla þekkingu sinni með hjálp upplýsingatækninnar
Leiðsagnarmat þar sem vinna nemanda er metin jafnóðum allan námstímann. Til grundvallar matsins eru fjölbreytt verkefni úr ólíkum efnisþáttum.