Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1646213870.33

    Matreiðsla, yndiseldun
    MATR2YE05
    9
    matreiðsla
    Yndiseldun
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum elda nemendur heima sér til ánægju og yndisauka. Áætlað er að nemendur eldi eina máltíð á viku eftir uppskrift og áhersla er lögð á að elda allt frá grunni. Um leið eiga nemendur að hafa heimsmarkmið SÞ að leiðarljósi og velta fyrir sér mat úr héraði, matarsóun, kolefnisspori matvæla og plastnotkun. Nemendur halda utan um matreiðsluna í rafrænni myndadagbók þar sem þeir segja frá í rituðu máli, mynd og tali.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Mismunandi tegundum hráefnum
    • Að matreiða frá grunni
    • Næringargildi og samsetningu á matseðlum
    • Mismunandi tegundum mataræðis
    • Tengslum framleiðslu matar og kolefnisspors
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Matreiða heima hjá sér til gagns og gamans
    • Leggja fallega á borð og bera matinn fram á fallegan máta
    • Lesa uppskriftir á íslensku og erlendu máli og fara eftir þeim
    • Elda og baka sem mest frá grunni
    • Kaupa inn rétt magn af hráefnum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Átta sig á næringarinnihaldi matarins
    • Að setja fram á skýran og myndrænan hátt í rafbók það sem hann hefur verið að elda
    • Tjá sig á málefnalegan máta um mat, uppskriftir og eldamennsku
    • Spyrna gegn matarsóun
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega. Gerðar kröfur um sjálfstæð vinnubrögð og þátttöku í umræðum.