Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1646217888.53

    Miðlun og tækni
    MIÐL2MT05
    1
    Miðlun og tækni
    Miðlun og tækni
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur kynnist miðlun og tækni ásamt skipulagi og stjórnun smærri viðburða. Farið er yfir hæfniþætti sem liggja að baki viðburðum og útsendingum. Fengist er við handritagerð, höfundarrétt og persónuverndarlög ásamt handritagerð fyrir hljóð- og myndefni. Einnig er farið yfir grunn í raddbeitingu og líkamstjáningu. Farið er yfir myndbyggingu, liti, sjónarhorn, lýsingu og listræna tjáningu myndefnis ásamt því að spreyta sig á notkun tækja og búnaðar til framleiðslu efnisins.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Yfirferð efnis með tilliti til höfundaréttar og persónuverndarlaga
    • Gerð einfaldra handrita fyrir hljóðupptökur og myndskeið
    • Beitingu góðrar myndbyggingar, lýsingar og lita
    • Skipulagi smærri viðburða
    • Raddbeitingu og líkamstjáningu
    • Hljóði og mynd í upptökum
    • Tæknibúnaði við gerð efnis
    • Opinberri birtingu efnis og að streyma efni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Yfirfara efni með tilliti til höfundaréttar og persónuverndarlaga
    • Gera einföld handrit fyrir hljóðupptökur og myndskeið
    • Beita góðri myndbyggingu, lýsingu og litum
    • Skipuleggja smærri viðburði
    • Beita röddinni og nota hljóðnema
    • Beita líkamstjáningu á upptökum
    • Nota tækni til að framleiða hljóð og mynd
    • Birta efni opinberlega og streyma efni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Geta framleitt einfaldar hljóðupptökur og myndskeið
    • Standa fyrir smærri viðburðum
    • Koma fram með góðri raddbeitingu og líkamstjáningu
    • Beita einfaldri tækni til að taka upp og birta myndskeið á stafrænu formi
    • Birta efni opinberlega og streyma því
    Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.