Einstaklingurinn í samfélaginu, borgaraleg þátttaka
FÉLA2BÞ05
53
félagsfræði
Borgaraleg þátttaka
Samþykkt af skóla
2
5
Í áfanganum er rýnt í eigin upplifun en einnig verða frægar persónur skoðaðar og bakgrunnur þeirra. Hvert stefni ég? Hvert er félagslegt hlutverk okkar og hvernig tengist það borgaralegri aðild okkar og jafnvægi í daglegu lífi. Þátttaka og virkni er skoðuð út frá einstaklingum, menningu og samfélagi. Skoðuð verður tómstundaiðja, nám, störf, áhugamál og lífsstíl svo eitthvað sé nefnt.
INNF1IF05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
borgaralegri aðild einstaklings
helstu hugtökum tengt þátttöku og virkni
tengingu við nær- og fjærumhverfi sitt sem og sjálfan sig
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
taka þátt í umræðum við samnemendur af virðingu
geta tjáð skoðanir sínar á ábyrgan hátt og rökstutt þær í ræðu og riti
draga ályktanir út frá fyrri þekkingu og ígrunda eigin skoðanir
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
setja sig í spor annarra
bera virðingu fyrir ólíkum skoðunum
meta mikilvægi virkrar borgaralegrar þátttöku
geta tengt menningu og samfélag við félagslega stöðu einstaklinga
Í áfanganum er leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.