Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1646646231.87

  Hugmyndavinna og sköpun
  HÖNN1SH05
  20
  hönnun
  Skapandi hönnun
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Markmið áfangans er að þjálfa nemendur í vinnubrögðum við hagnýta og skapandi hugmyndavinnu. Nemendur kynnast undirstöðuatriðum alhliða hugmyndavinnu, ákveðnum aðferðum til þess að virkja hugmyndir sinar og þróa. Þeir læra að gera hugkort og beita synektískum aðferðum við hugmyndavinnu. Þeir læra að nota hugstormun til þess að fanga hugmyndir og virkja hugmyndatengsl. Lögð er áhersla á þróun hugmyndar og leit eftir nýjum sjónarhornum/samhengi. Nemendur vinna eftir ferlinu frá því að hugmynd kviknar og þar til hún hefur fengið ákveðið form. Lögð er áhersla á sambandið milli hugmyndar, hráefnis, tækni, aðferða og listrænnar sköpunar, greiningar og túlkunar. Nemendur skoða margvíslegar útfærsluleiðir og vinna verk út frá eigin hugmynd. Þeir fá þjálfun í að þróa hugmyndir sínar, starfa sjálfstætt, setja fram hugmyndir, meta og gagnrýna eigin verk og annarra.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • hvað hugtökin list og hönnun standa fyrir í víðum skilningi
  • hver munurinn er á öpun og sköpun
  • mikilvægi skapandi hugmyndavinnu í listrænu ferli
  • mikilvægi skapandi textaskrifa
  • möguleikum mismunandi aðferða við að fá, safna saman og vinna með hugmyndir
  • sambandi milli hugmyndar, hráefnis, tækni, aðferða og niðurstöðu
  • merkingu á litum, gildi þeirra og notkun í umhverfi okkar
  • hvernig náttúran og eigin menning er uppspretta hugmynda við eigin vinnu og hönnuða almennt
  • hönnunarhugsun sem aðferð
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • tileinka sé nýjungar í gegnum mismunandi upplýsingamiðla
  • nýta sér fjölbreyttar aðferðir við skapandi hugmyndavinnu og við að halda utan um hugmyndir sínar og þróa þær, halda dagbækur, vinnubækur og gera vinnuskipulag
  • geta útbúið kynningu á fyrirhuguðum verkefnum og útskýrt tilurð og uppsprettu hugmynda sinna, sjónrænt, munnlega og skriflega
  • temja sér sjálfstæði, gagnrýna hugsun og öguð vinnubrögð
  • skýra samband hugmyndar og útfærslu
  • vinna hugmynd í fullbúið verk
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • þróa hugmynd eftir markvissu þróunarferli
  • setja fram hugmynd munnlega, skriflega og á myndrænan hátt
  • nýta sér náttúru og eigin menningu sem uppsprettu hugmynda við eigin vinnu
  • rökstyðja eigið verk, taka gagnrýni og gagnrýna aðra á jákvæðan hátt
  • halda utan um hugmyndavinnu sína með skipulögðum hætti
  • geta beitt ólíkum aðferðum við hugmyndavinnu
  • geta kynnt hugmyndir sínar fyrir öðrum og útskýrt uppsprettu þeirra
  • geta útskýrt samband hugmynda og útfærslu
  • vinna hugmynd til fullbúins verks
  • þróa með sér persónuleg efnistök
  Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.