Íslenska sem annað mál, dagleg umræða og talað mál
ÍSAN2DT05
17
íslenska sem annað mál
Dagleg umræða og talað mál
Samþykkt af skóla
2
5
Í áfanganum lesa nemendur og hlusta á margvíslega texta, auk þess að horfa á myndbönd og leysa verkefni tengd þeim. Þeir hlusta m.a. á og lesa texta um íslenskt samfélag, svo og texta um almenningsvísindi. Mikil áhersla er á talað mál og að auka sjálfstraust nemenda í munnlegum samskipum. Lögð er áhersla á að nemendur séu virkir í að velja sér umfjöllunarefni og beri þannig aukna ábyrgð á tileinkun tungumálsins. Tilteknir textar eru lesnir ítarlega og aðrir yfirborðslega, því hvort tveggja er nauðsynlegt að kunna þegar nýtt tungumál er lært.
15 einingar í ÍSAN.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
orðaforða sem tengist daglegu lífi á Íslandi
orðaforða sem tengist ólíkum þáttum íslensks samfélags
mæltu máli á íslensku á þeim hraða sem tíðkast meðal Íslendinga
yfirborðslestri almannavísindatexta
áhorfi og hlustun á efni um íslenskt samfélag
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa og hlusta á íslenska texta um daglegt líf á Íslandi
lesa og hlusta á texta um íslenskt samfélag
færa rök fyrir máli sínu
esa og hlusta á almannavísindatexta
hlusta og/eða horfa á útvarps- og/eða sjónvarpsefni
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
svara spurningum, munnlega og skriflega, úr ítarlega lesnum textum
greina frá meginefni allflókinna texta (yfirborðslestur)
skrifa stuttar ritgerðir um innihald íslenskra sjónvarpsþátta
gera grein fyrir ýmsum þáttum íslensks samfélags sem kynntir eru í textanum
taka þátt í samtölum við innfædda málnotendur um hin ýmsu málefni
geta haldið kynningar á íslensku þar sem sagt er frá eigin verkefnum eða reynslu
leggja stund á nám ætlað íslenskum nemendum á framhaldsskólastigi
Áfanginn er símatsáfangi með áheherslu á leiðsagnarmat þar sem verkefni nemendans eru nýtt sem námsefni í málnotkun og orðaforða.