Í þessum grunnáfanga í tölvunotkun er unnið í ýmsum myndvinnsluverkefnum með forritinu Gimp. Hannað og teiknað er í tvívídd með forritinu Inkscape. Hannað og teiknað er í þrívídd með forritunum Fusion 360 og Blender. Teikningar verða notaðar til að búa til límmiða, límmiða á föt, brenna í við og prenta út með þrívíddarprentara.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
á ýmsum forritum sem þarf að nota í námi og starfi
þeim möguleikum sem tölvukunnátta getur veitt
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota teikniforrit til að hanna hluti í þrívídd
nota teikniforrit til að hanna hluti í tvívídd
vinna með myndir í myndvinnsluforriti
nota þrívíddarprentara
lært á vinylskera og „laser cutter“ í aðstöðu hjá fablab
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
sýna sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum
bera ábyrgð á eigin námsframvindu
vinna í hópi með aðstoð tölva og netsins
Leiðsagnarnám. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.