Áfanginn inniheldur eingöngu verklegt nám. Unnið er að mestu með úthaldsstyrk en einnig
hámarksstyrk. Nemendur fá lyftinga áætlun sem þeir vinna með á önninni. Mælingar eru gerðar í upphafi og lok annar. Lögð er áhersla á að nemendur auki alhliða styrk og úthald og
geti sjálfir stundað líkamsrækt sér til ánægju og heilsubótar.
LÍKA2BB01
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mismunandi aðferðir við lyftingaþjálfun
æfingar þar sem ýmist er notast við laus lóð, tæki eða eigin líkama til styrktar- og kraftþjálfunar
hvers konar æfingar og útfærsla henta best við vöðvauppbyggingu
hvaða vöðvar taka þátt í mismunandi æfingum og hreyfingum
helsta mun á samsettum og ósamsettum æfingum
almennar og sértækar upphitunar- og teygjuæfingar fyrir styrktarþjálfun
kosti og galla þess að nota tæki eða laus lóð við lyftinga- og styrktarþjálfun
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
geti sótt tíma og æfingar í lyftingum og styrktarþjálfun á eigin forsendum
viti hvað hentar þörfum þeirra og markmiðum í styrktarþjálfun
séu færir um að rökstyðja kosti og galla mismunandi aðferða við kraft- og styrktarþjálfun og notkun lóða og tækja
séu meðvitaðir um gildi styrktarþjálfunar fyrir líkamann
geri sér grein fyrir gildi styrktarþjálfunar fyrir liðamót og sem meiðslaforvörn
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
greint og valið á milli mismunandi aðferða við styrktar- og kraftþjálfun með tilliti til markmiðssetningar þeirra
stundað styrktarþjálfun sjálfstætt
sett saman eigin þjálfunar- og æfingaáætlanir fyrir styrktarþjálfun