Áfanginn inniheldur eingöngu verklegt nám.
Æfingarnar eru fjölbreyttar og krefjan
di.
Mikilvægt er að nemendur séu tilbúnir að undirgangast mikið álag en þó innan þolmarka hvers og eins.
Æfingarnar eru þannig upp byggðar að þær hvetja til hámarksálags.
Þokkalegt líkamlegt ástand
Regluleg þjálfun utan skóla
Góð hvíld, góður svefn og gott mataræði
Vilji til að leggja mikið á sig
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Helstu æfingaaðferðir við þrekþjálfun
Uppbyggingu og skipulag BC-tíma og æfinga
Þolmörk eigin líkama
Rétta útfærslu og framkvæmd æfinga
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
greint milli þol,- styrktar, og hraðaþjálfunar
greint milli almenns (loftháðs) og sérhæfðs (loftfirrts) þols
nýtt sér áfangann til að setja saman æfingar og tímaseðla fyrir sjálfa sig og aðra
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
geti gert bæði einfaldar og flóknari æfingar
geti gert einstakar og samsettar æfingar
geti unnið ein og í hópi
geti unnið sjálfstætt og án mikilla fyrirmæla frá kennara
geti leiðbeint og hjálpað öðrum nemendum við æfingar