Í áfanganum fá nemendur undirstöðuþjálfun í forritun í hlutbundna forritunarmálinu Python. Byggð er upp grunnþekking, leikni og færni í forritun til að standa undir forkröfum framhaldsáfanga í forritun. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og aðferðir við lausn verkefna sem byggja á því að einangra vandamál. Áfanginn getur hentað nemendum á öllum brautum.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Grunnhugtök forritunar.
Málfræðireglur forritunarmáls.
Byggingareiningum forritunarmáls.
Forritunarvinnu í textabundnum notendaskilum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Sjálfstæðum vinnubrögðum við forritun.
Þýðingu og keyrslu forrita í textabundnum notendaskilum.
Skipulegri og mótaðei uppsetningu forrita með athugasemdum og skýringum.
Að nýta skilaboð frá vistþýðanda til að finna málfræðivillur og stafsetningarvillur í forritum og lagfæra þær.
Að einangra villur í forritum með því að breyta forritslínum í athugasemdir.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Vinna sjálstætt úr fyrirmælum um lausnir verkefna.
Bera kennsla á vandamál sem hægt er að leysa með forritun.
Styrkja eigin hæfni í forritun með því að nýta upplýsingar í kennslubókum og á netinu.
Haldið áfram forritunarnámi sínu og tekist á við þyngri verkefni í framhaldsáfanga.